Enski boltinn

Ferguson hefur ekki tíma fyrir Ólympíulið Englands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ferguson.
Ferguson. Mynd. / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, neitaði enska knattspyrnusambandinu þegar honum bauðst að stýra landslinu á Ólympíuleikunum í London á næsta ári.

Skoski stjórinn gaf upp þær ástæður að hann væri of upptekinn hjá Manchester United. Nú hefur Stuart Pierce verið ráðinn í starfið, en hann stýrir í dag U-21 landsliði Englands.

„Ef ég væri ekki hjá United þá myndi ég hugsa málið vel, en eins og staðan er núna þá er ég enn knattspyrnustjóri liðsins og mun því ekki hafa tíma í verkefnið".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×