Íslenski boltinn

Reynir til liðs við Víkinga

Hörður Magnússon skrifar
Reynir í leik með ÍA í sumar.
Reynir í leik með ÍA í sumar. Mynd/Valli
Varnarmaðurinn sterki Reynir Leósson, 32 ára gengur í raðir Víkinga í fyrstu deildinni samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu.

Reynir var besti leikmaður Skagamanna í sumar þegar liðið tryggði sér sæti í Pepsi deildinni. Sökum anna í vinnu getur Reynir ekki leikið í Pepsi deildinni. Óhætt er að segja að þetta sé hvalreki á fjörur Víkinga sem féllu á síðasta tímabili.

Reynir sameinar krafta sína á nýjan leik við þjálfarann Ólaf Þórðarson en þeir urðu Íslandsmeistarar með Skagamönnum árið 2001.

Reynir hefur verið mjög eftirsóttur síðustu vikurnar og fjölmörg félög talað við hann. Reynir á baki yfir 200 leiki í efstu deild og hefur leikið með Skagamönnum, Fram og Val auk þess var hann hjá Trelleborg í Svíþjóð á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×