Enski boltinn

Silva myndi hafna Barcelona og Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Silva hefur slegið rækilega í gegn með Manchester City á leiktíðinni og er af mörgum talinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Manchester City keypti Silva frá Valencia sumarið 2010 fyrir 26 milljónir punda en frammistaða hans að undanförnu er sögð hafa vakið athygli bæði Real Madrid og Barcelona.

„City hafði trú á mér og mér líður mjög vel hér,“ sagði Silva við The Sun í dag. „Real Madrid og Barcelona eru frábær félög en ég vonast til að vera áfram í Manchester í mörg ár til viðbótar.“

Silva átti frábæran leik þegar að City vann 6-1 sigur á Manchester United um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×