Enski boltinn

Theodór Elmar orðaður við Leicester

Elmar eftir landsleik gegn Dönum.
Elmar eftir landsleik gegn Dönum.
Theodór Elmar Bjarnason virðist ekki alveg vera gleymdur í Bretlandi því hann er í kvöld orðaður við enska félagið Leicester City á vefsíðu Sky.

Hinn 24 ára gamli leikmaður á eitt ár eftir af samningi sínum við IFK Gautaborg. Hann hefur áhuga á að fara aftur til Bretlands en Elmar var á mála hjá skoska liðinu Celtic í fjögur ár.

"Ef gott erlent félag gerir mér tilboð þá væri ég til í að fara," sagði Elmar við Sportbladet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×