Tottenham aftur upp í fimmta sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Heiðar Helguson lagði upp mark QPR er lið hans mátti þola 3-1 tap fyrir Tottenham í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gareth Bale skoraði tvívegis fyrir Tottenham og Rafael van der Vaart einu sinni. Yfirburðir Tottenham voru talsverðir í fyrri hálfleik en gestirnir náðu þó að bíta aðeins frá sér í seinni hálfleik. Tottenham byrjaði leikinn af miklum krafti og komst Van der Vaart nálægt því að skora strax á þriðju mínútu en Paddy Kenny, markvörður QPR, varði glæsilega frá honum. Emmanuel Adebayor fékk svo dauðafæri stuttu síðar en skallaði yfir markið og var ljóst að þetta yrði langur dagur fyrir nýliðana. Heiðar átti fyrstu marktilraun QPR í leiknum er hann skot yfir úr ágætu færi eftir misheppnaða skottilraun Adel Taarabt. Fyrsta markið kom svo á 21. mínútu. Van der Vaart og Aaron Lennon áttu laglegt samspil í aðdragandanum og lagði sá síðarnefndi boltann fyrir Gareth Bale sem skoraði með föstu vinstrifótarskoti eins og hann er þekktur fyrir. Næsta mark heimamanna kom rúmum tíu mínútum síðar er boltinn féll fyrir Van der Vaart eftir skottilraun Ledley King af löngu færi. Hann var einn á auðum sjó og skoraði af öryggi. Yfirburðir heimamanna semsagt algerir í seinni hálfleik og brá Neil Warnock, stjóri QPR, að skipta tveimur mönnum út af í hálfleik. Fitz Hall, varnarmaður QPR, hafði farið meiddur út af í upphafi leiksins og ákvað því Warnock að klára skiptingarnar sínar strax í hálfleik. Það borgaði sig greinilega því QPR náði að klóra í bakkann á 61. mínútu. Heiðar Helguson átti þátt í markinu, hann skallaði boltann inn að marki eftir hornspyrnu en boltinn ratði beint á kollinn á Jay Bothroyd sem skoraði af stuttu færi. En þegar tæpar 20 mínútur voru til leiksloka gerði Tottenham út um leikinn með þriðja marki sínu. Aftur var Bale þar að verki með föstu skoti og aftur eftir sendingu Aaron Lennon. Samspil þeirra var laglegt og markið afar snoturt. Leikmenn QPR reyndu hvað þeir gátu til að sækja á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Tottenham komst með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar og ýtti þar með Liverpool aftur niður í það sjötta. QPR er í tólfta sæti með tólf stig.Staðan í ensku úrvalsdeildinni Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira
Heiðar Helguson lagði upp mark QPR er lið hans mátti þola 3-1 tap fyrir Tottenham í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gareth Bale skoraði tvívegis fyrir Tottenham og Rafael van der Vaart einu sinni. Yfirburðir Tottenham voru talsverðir í fyrri hálfleik en gestirnir náðu þó að bíta aðeins frá sér í seinni hálfleik. Tottenham byrjaði leikinn af miklum krafti og komst Van der Vaart nálægt því að skora strax á þriðju mínútu en Paddy Kenny, markvörður QPR, varði glæsilega frá honum. Emmanuel Adebayor fékk svo dauðafæri stuttu síðar en skallaði yfir markið og var ljóst að þetta yrði langur dagur fyrir nýliðana. Heiðar átti fyrstu marktilraun QPR í leiknum er hann skot yfir úr ágætu færi eftir misheppnaða skottilraun Adel Taarabt. Fyrsta markið kom svo á 21. mínútu. Van der Vaart og Aaron Lennon áttu laglegt samspil í aðdragandanum og lagði sá síðarnefndi boltann fyrir Gareth Bale sem skoraði með föstu vinstrifótarskoti eins og hann er þekktur fyrir. Næsta mark heimamanna kom rúmum tíu mínútum síðar er boltinn féll fyrir Van der Vaart eftir skottilraun Ledley King af löngu færi. Hann var einn á auðum sjó og skoraði af öryggi. Yfirburðir heimamanna semsagt algerir í seinni hálfleik og brá Neil Warnock, stjóri QPR, að skipta tveimur mönnum út af í hálfleik. Fitz Hall, varnarmaður QPR, hafði farið meiddur út af í upphafi leiksins og ákvað því Warnock að klára skiptingarnar sínar strax í hálfleik. Það borgaði sig greinilega því QPR náði að klóra í bakkann á 61. mínútu. Heiðar Helguson átti þátt í markinu, hann skallaði boltann inn að marki eftir hornspyrnu en boltinn ratði beint á kollinn á Jay Bothroyd sem skoraði af stuttu færi. En þegar tæpar 20 mínútur voru til leiksloka gerði Tottenham út um leikinn með þriðja marki sínu. Aftur var Bale þar að verki með föstu skoti og aftur eftir sendingu Aaron Lennon. Samspil þeirra var laglegt og markið afar snoturt. Leikmenn QPR reyndu hvað þeir gátu til að sækja á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Tottenham komst með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar og ýtti þar með Liverpool aftur niður í það sjötta. QPR er í tólfta sæti með tólf stig.Staðan í ensku úrvalsdeildinni
Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira