Enski boltinn

Boyata frá í sex vikur - fær Grétar tækifæri?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Varnarmaðurinn Dedryck Boyata verður frá næstu sex vikurnar eftir að hann meiddist á ökkla í leik Bolton og Sunderland um síðustu helgi.

Boyata er á láni hjá Bolton þessa leiktíðina en hann er samningsbundinn Manchester City. Hann hefur spilað sem vinstri bakvörður í síðustu leikjum á kostnað Grétars Rafns Steinssonar.

„Þetta er mikil synd, fyrst og fremst fyrir Dedryck því hann hefur sýnt hversu öflugur leikmaður hann er. Þetta er líka leiðinlegt fyrir liðið og félagið sjálft,“ sagði Owen Coyle, stjóri Bolton.

Bolton mætir Swansea á útivelli kl. 14 í dag en liðið er í átjánda sæti deildarinnar með aðeins sex stig eftir níu leiki.

Grétar Rafn spilaði allan leikinn er Bolton tapaði fyrir Arsenal, 2-1, í enska deildabikarnum í vikunni. Það var hans fyrsti leikur síðan 2. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×