Enski boltinn

Mancini fær nýjan risasamning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið The Sun staðhæfir í dag að Roberto Mancini muni senn skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við félagið sem muni tryggja honum 22 milljónir punda í tekjur.

Hinir moldríkur eigendur City eru ánægðir með störf Mancini hjá félaginu þá 22 mánuði sem hann hefur verið í starfi. Nýi samningurinn mun tryggja Mancini 5,5 milljónir í árslaun og verður hann þá hæstlaunaðasti knattspyrnustjóra Englands, ásamt Alex Ferguson hjá Manchester United.

City vann sinn fyrsta titili í 35 ár þegar liðið varð enskur bikarmeistari í vor og liðið trónir nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir ótrúlegan 6-1 sigur á Manchester United um síðustu helgi.

Liðið er einnig að keppa í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni og ljóst að liðið er til alls líklegt á öllum vígstöðum enda leikmannahópur félagsins ógnarsterkur.

Mancini skrifaði undir samning sem gildir til 2013 þegar hann kom til félagsins fyrir tæpum tveimur árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×