Enski boltinn

Ívar kom inn á sem varamaður er Ipswich steinlá

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ívar lék áður með Reading.
Ívar lék áður með Reading. Nordic Photos / Getty Images
Millwall er að gera ansi góða hluti í ensku B-deildinni um þessar mundir en liðið vann í dag 4-1 sigur á Ívari Ingimarssyni og félögum hans í Ipswich í dag.

Þetta var annar sigur Millwall í röð en liðið vann um síðustu helgi 3-0 sigur á Leicester sem varð til þess að eigendur Leicester ákváðu að reka Sven-Göran Eriksson úr starfi knattspyrnustjóra.

Ívar kom inn á sem varamaður á 40. mínútu í dag en hann spilaði einnig um síðustu helgi sem varamaður hjá Ipswich. Það var hans fyrsti leikur með liðinu síðan í upphafi ágústmánaðar.

Ipswich er í ellefta sæti deildarinnar með 20 stig eftir fjórtán leiki en Millwall er í sextánda sæti með fimmtán stig.

Derby vann á sama tíma Portsmouth, 3-1, en Hermann Hreiðarsson var ekki í hópi Portsmouth vegna meiðsla. Né heldur Brynjar Björn Gunnarsson með Reading er gerði markalaust jafntefli við Coventry á útivelli.

Sothampton er á toppi deildarinnar með 30 stig eftir fjórtán leiki en liðið vann í dag lið Middlesbrough, 3-0. West Ham er í öðru sæti með 27 stig eftir sigur á Leicester, 3-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×