Enski boltinn

Villas-Boas: Terry ekki annars hugar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry í leiknum í dag.
John Terry í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir tap sinna manna gegn Arsenal í dag að John Terry væri ekki annars hugar vegna mikillar umfjöllunar enskra fjölmiðla um hann í vikunni.

Terry sætir nú rannsókn bæði lögreglunnar í Lundúnum sem og enska knattspyrnusambandsins vegna ásakana um að hann hafi beitt Anton Ferdinand, leikmann QPR, kynþáttaníði í leik liðanna um síðustu helgi.

Terry hefur staðfastlega neitað sök og hann var á sínum stað í vörn Chelsea sem fékk á sig fimm mörk í dag. Terry skoraði að vísu mark í leiknum en gerði svo skelfileg mistök í stöðunni 3-3 sem gerði Robin van Persie að koma Arsenal 4-3 yfir. Leiknum lyktaði svo með 5-3 sigri Arsenal.

„Hefur ástandið haft áhrif á John? Nei, alls ekki,“ sagði Villas-Boas eftir leikinn í kvöld. „Ég tel ekki að þetta mál hafi gert það að verkum að hann var annars hugar í dag. Ég hef sagt það áður en ég tel að allt þetta sé einfaldlega komið til vegna misskilning.“

„Enska knattspyrnusambandið er að rannsaka málið og við skulum leyfa því að gera það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×