Enski boltinn

Smalling og Young báðir meiddir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Smalling, til vinstri, fagnar ásamt Javier Hernandez.
Smalling, til vinstri, fagnar ásamt Javier Hernandez. Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti í dag að Chris Smalling yrði frá næsta mánuðinn þar sem hann er meiddur á fæti.

Smalling var ekki með United sem vann 1-0 sigur á Everton í dag og sagði Ferguson eftir leikinn að bæði hann og Ashley Young væru meiddir.

„Ég held að hann [Smalling] verði frá í mánuð sem er mikil synd. Ashley Young er meiddur á tá og þarf nokkrar vikur til að jafna sig,“ sagði Ferguson sem var þó ánægður með sigurinn í dag.

„Öllum finnst erfitt að koma á Goodison Park enda er stuðningsmennirnir frábærir,“ sagði Ferguson eftir leikinn en Javier Hernandez skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

„Leikmenn lögðu mikið á sig og þetta var mjög erfiður leikur. Leikmennirnir virtust sáttir við að verjast fyrst og fremst enda hefur verið mikið fjalla um hversu mörg færi hafa verið sköpuð gegn okkur. Það var ekki tilfellið í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×