Enski boltinn

Mignolet nefbrotnaði illa og þarf í agðerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mignolet gengur af velli í dag.
Mignolet gengur af velli í dag. Nordic Photos / Getty Images
Simon Mignolet, markvörður Sunderland, nefbrotnaði illa eftir samstuð við Emile Heskey, leikmann Aston Villa, í 2-2 jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mignolet þurfti að fara af velli á 52. mínútu og sagði Steve Bruce, stjóri Sunderland, að útlitið væri slæmt.

„Hann nefbrotnaði alveg hræðilega og er núna á sjúkrahúsi,“ sagði hann við enska fjölmiðla eftir leikinn. „Hann fer í aðgerð á morgun en við erum að vonast til að það sé í lagi með kinnbeinið og tennurnar.“

Mignolet er 23 ára gamall Belgi en hann gekk í raðir Sunderland í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×