Mancini: Getum ekki alltaf skorað 4-5 mörk í leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 22:45 Roberto Mancini, stjóri City. Nordic Photos / Getty Images Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Wolves í dag en liðið trónir sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu á granna sína í Manchester United. Leiknum lauk með 3-1 sigri City en úlfarnir náðu þó að minnka muninn í 2-1 þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Heimamenn tryggðu sér þó endanlega sigurinn með marki í blálokin. Mancini sagði eftir leikinn að leikmenn þurfi líka að kunna að vera þolinmóðir. „Það er mikilvægt því við getum ekki skorað 4-5 mörk í hverjum einasta leik. Ég veit ekki hvað við fengum mörg færi í fyrri hálfleik en markvörðurinn þeirra varði mjög vel.“ „Við spiluðum vel í seinni hálfleik en það er stundum erfitt að skora. Það var mjög mikilvægt að vinna Wolves í dag.“ City vann 6-1 sigur á United um síðustu helgi en Mancini hvetur þó stuðningsmenn liðsins til stillingar. „Ég vil ekki að þeir haldi að hver einasti leikur verði auðveldur. Leikmenn þurfa alltaf að leggja sig hundrað prósent fram því leikir geta breyst á augabragði. Það sýndi rauða spjaldið í dag,“ sagði hann og átti þar við er Vincent Kompany fékk rautt og um leið dæmda á sig vítaspyrnu í seinni hálfleik. Wolves skoraði úr vítinu og hleypti þar með spennu í leikinn. City mætir Villarreal á þriðjudaginn og ákvað Mancini því að byrja með Mario Balotelli á bekknum í dag. „Sergio þarf að spila eftir að hafa jafnað sig á meiðslum og Edin Dzeko var góður í síðasta leik. Það er líka mikilvægt að hvíla Mario af og til.“ Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Wolves í dag en liðið trónir sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu á granna sína í Manchester United. Leiknum lauk með 3-1 sigri City en úlfarnir náðu þó að minnka muninn í 2-1 þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Heimamenn tryggðu sér þó endanlega sigurinn með marki í blálokin. Mancini sagði eftir leikinn að leikmenn þurfi líka að kunna að vera þolinmóðir. „Það er mikilvægt því við getum ekki skorað 4-5 mörk í hverjum einasta leik. Ég veit ekki hvað við fengum mörg færi í fyrri hálfleik en markvörðurinn þeirra varði mjög vel.“ „Við spiluðum vel í seinni hálfleik en það er stundum erfitt að skora. Það var mjög mikilvægt að vinna Wolves í dag.“ City vann 6-1 sigur á United um síðustu helgi en Mancini hvetur þó stuðningsmenn liðsins til stillingar. „Ég vil ekki að þeir haldi að hver einasti leikur verði auðveldur. Leikmenn þurfa alltaf að leggja sig hundrað prósent fram því leikir geta breyst á augabragði. Það sýndi rauða spjaldið í dag,“ sagði hann og átti þar við er Vincent Kompany fékk rautt og um leið dæmda á sig vítaspyrnu í seinni hálfleik. Wolves skoraði úr vítinu og hleypti þar með spennu í leikinn. City mætir Villarreal á þriðjudaginn og ákvað Mancini því að byrja með Mario Balotelli á bekknum í dag. „Sergio þarf að spila eftir að hafa jafnað sig á meiðslum og Edin Dzeko var góður í síðasta leik. Það er líka mikilvægt að hvíla Mario af og til.“
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira