Enski boltinn

Merson lenti í hörðum árekstri - grunaður um ölvunarakstur

Merson eftir hasar gegn Michael Duberry í leik Leeds og Aston Villa. Hann slapp betur úr árekstrinum en slagnum gegn Duberry.
Merson eftir hasar gegn Michael Duberry í leik Leeds og Aston Villa. Hann slapp betur úr árekstrinum en slagnum gegn Duberry.
Gamla brýnið Paul Merson lenti í alvarlegum árekstri í gærmorgun. Hann sofnaði þá undir stýri og mátta þakka fyrir að hafa hvorki drepið sjálfan sig né aðra.

Merson slapp með skrámur í árekstrinum en Benz-bifreið hans er ónýt. Ökumaður bílsins sem hann keyrði á slapp einnig með smávægilega áverka.

Merson hefur viðurkennt að hafa sofnað undir stýri en tjáir sig ekki um hvort hann hafi verið búinn að neyta áfengis. Lögreglan grunar Merson um ölvunarakstur og bíður nú niðurstöðu blóðprufu.

Merson hefur lengi glímt við áfengis- og vímuefnavandamál. Hann hefur þó staðið sig vel undanfarin ár og er í góðri vinnu Sky Sports.

Ef í ljós kemur að hann var ölvaður gæti hann misst vinnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×