Erlent

Átök blossa upp að nýju í Trípólí

mynd/ap
Átök blossuðu upp að nýju í Trípólí höfuðborg Líbíu í morgun á milli uppreisnarmanna sem nú hafa landið að mestu leyti á sínu valdi, og stuðningsmanna Múammars Gaddafí fyrrverandi einræðisherra.

Um fimmtíu stuðningsmenn Gaddafís börðust við uppreisnarmenn í Abu Salim hverfinu en þetta er í fyrsta sinn sem kemur til átaka í borginni frá því uppreisnarmenn náðu henni á sitt vald. Í hverfinu er fangelsi þar sem margir af heitustu stuðningsmönnum Gaddafís eru vistaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×