Enski boltinn

Wilshere frá í þrjá mánuði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jack Wilshere í leiknum á föstudaginn.
Jack Wilshere í leiknum á föstudaginn.
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, verður frá keppni í minnsta kosti þrjá mánuði en leikmaðurinn hefur ekki enn tekið þátt í leik með félagsliði sínu á tímabilinu.

Wilshere hefur verið að glíma við meiðsli á hægri ökkla en hann átti að snúa til baka í byrjun október.

Til að byrja með var talið að Wilshere yrði frá í nokkrar vikur en nú hafa myndatökur leitt það í ljós að leikmaðurinn verður frá fram í byrjun desembermánaðar.

Wilshere getur því ekki tekið meira þátt með landsliði Englands í undankeppni EM 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×