Íslenski boltinn

Umfjöllun Vísis um leiki kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Lennon skorar hér fyrsta markið sitt af þremur í kvöld.
Steven Lennon skorar hér fyrsta markið sitt af þremur í kvöld. Mynd/Anton
Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og var mikið um að vera. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina á einum stað.

KR og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í fjörugum leik og náðu KR-ingar því aðeins að auka forskot sitt á toppnum í tvö stig fyrir toppslaginn á móti ÍBV á fimmtudaginn.

Steven Lennon skoraði þrennu í 3-1 sigri Fram á Val þar sem tveir Valsmenn fengu að líta rauða spjaldið undir lokin.

Blikar unnu 2-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem að fyrirliðinn Kári Ársælsson tryggði Íslandsmeisturunum langþráðan sigur.

Víkingar náðu síðan aðeins jafntefli í Grindavík og eru því áfram átta stigum á eftir Grindavík sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar.

KR-Stjarnan 1-1

Umfjöllun: Jafntefli niðurstaðan í Vesturbænum

Baldur: Fínt að vera enn taplausir á toppnum

Halldór Orri: Ekki sáttur við þessi úrslit

Guðjón: Okkar versti leikur í sumar

Bjarni: Heilt yfir ánægður með mína menn

Fram-Valur 3-1

Umfjöllun: Framarar á flugi í Laugardalnum - Lennon með þrennu

Sam Tillen: Ekki eins og okkur hafi verið rúllað upp í allt sumar

Kristján: Hlægilegt að Arnar Sveinn fái rautt spjald

Grindavík-Víkingur 0-0

Umfjöllun: Steindautt í Grindavík

Bjarnólfur: Með einum sigri gæti komið trú í liðið

Ólafur Örn: Vantar að menn séu með smá ís í maganum

Fylkir-Breiðablik 1-2

Umfjöllun: Loksins sigur hjá Íslandsmeisturunum

Ólafur Kristjáns: Dropinn holaði steininn

Kári: Þrjú stór stig

Ólafur Þórðar: Vanur lélegum afmælisgjöfum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×