Íslenski boltinn

Ólafur Kristjáns: Dropinn holaði steininn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Fylki, 2-1, í Pepsi-deildinni í kvöld.

„Já, við höfum beðið eftir þessum og hann kom í dag. Við máttum þó hafa fyrir honum,“ sagði Ólafur við Vísi eftir leikinn.

„Við vorum að fá fullt af opnunum á miðjunni en okkur vantaði að koma okkur fram á við. Við töluðum um það í leikhlénu og mér fannst þetta ganga betur í seinni hálfleik,“ sagði Ólafur.

„Við töluðum líka að lykilatriði væri þolinmæði og missa ekki trúna á því sem við værum að gera. Mér fannst dropinn hola steininn og þó mörkin hafi komið eftir föst leikatriði var það bara ánægjulegt.“

Hann segir bæði lið bera keim af því að vera nokkuð lemstruð. „Uppstilling okkar og Fylkismanna hefur breyst mikið frá því að mótið hófst. Í báðum liðum voru fullt af strákum sem eru ekki með mikla reynslu.“

Ingvar Þór Kale var á bekknum í dag og segir Ólafur ástæðuna fyrir því einfalda; „ég setti hann bara á bekkinn í dag.“ Kristinn Jónsson var sömuleiðis á bekknum en það var vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×