Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Skrópaði Páll Viðar?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Páll Viðar Gíslason var ekki staddur á leik sinna manna í Þór er liðið tapaði fyrir FH í Pepsi-deild karla á sunnudaginn. Var það þrijði tapleikur Þórs í röð í deildinni.

Páll Viðar var staddur í Hollandi ásamt Atla Sigurjónssyni, leikmanni  Þórs, sem var til reynslu hjá hollenska liðinu NEC Nijmegen.

Þetta var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gær eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Var sett stórt spurningamerki við tímasetningu ferðar þeirra til Hollands þar sem Þórsarar eru alls ekki hópnir frá falli í deildinni miðað við núverandi stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×