Þorsteinn Ingason: Gunnar Már róar þá stressuðu niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2011 10:30 Þorsteinn Ingason fyrirliði Þórs segir sína menn ekki hræðast neitt. Verði vart við stress hjá einhverjum leikmanni Þórsara rói Gunnar Már Guðmundsson þá niður. Gunnar leikur í úrslitum í fjórða skipti á fimm árum. „Þetta er stærsti leikur sem að klúbburinn hefur farið í. Við ætlum að reyna að gera þetta eftirminnilegt og erum mjög spenntir fyrir þessu." Leið Þórsara í úrslitaleikin er athyglisverð en óhætt er að segja að liðið hafi komið mjög á óvart að komast í úrslitin. „Já, við höfum fengið þrjú úrvalsdeildarlið og höfum staðið okkur mjög vel hingað til. Við stefnum á að halda því áfram. Við erum ánægðir að vera komnir hingað en viljum meira. Viljum taka þetta síðasta skref." Þrír lykilmenn Þórsara voru hvíldir í 5-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla síðastliðinn sunnudag. Leikmennirnir áttu á hættu að fara í leikbann ef þeir fengju gult spjald. „Palli tók þá ákvörðun. Hann vildi hafa allan mannskapinn til taks í þessum leik. Gaf þeim leikmönnum frí sem áttu á hættu að lenda í banni. Aðrir sem voru tæpir voru á bekknum eða ekki með," segir Þorsteinn. Hann veit ekki til þess að neinn sé meiddur. Allir hljóti að vera klárir í svona leik. Þórsarar unnu baráttusigur gegn Fram á Laugardalsvellinum fyrr í sumar. Þeir eiga því ágætar minningar frá þjóðarleikvangnum. „Já, við komum og spiluðum við Fram í annarri umferð. Við náðum að pota inn marki eftir 45 mínútur og svo vörðumst við í 45 mínútur eftir það. Það var gaman að ná sigri í þeim leik og við erum með ágætis record á þessum velli." KR vann Þór nokkuð örugglega í viðureign félaganna á KR-vellinum fyrr í sumar. Þórsarar voru gagnrýndir fyrir sókndirfsku sína í leiknum. „Við erum svo sem búnir að lenda í ýmsu og prófa ýmislegt. KR-ingarnir mættu mjög grimmir til leiks í þeim leik en við vorum ekki alveg tilbúnir í slaginn þá. Það situr ekkert í okkur. Við erum búnir að vinna vel í okkar málum og þetta verður allt annar leikur." Það mætti ætla að Þórsarar gætu verið stressaðir fyrir stórleikinn í dag. Þorsteinn efast um það og hefur lausn á reiðum höndum ef stress gerir vart við sig. „Við hræðumst ekki neitt. Við erum ýmsu vanir og það eru strákar innan liðsins sem eru búnir að spila stóra leiki hér og þar. Við erum með manninn sem er í bikarúrslitum á hverju ári þannig að ef einhver er stressaður þá róar hann þá bara niður," segir Þorsteinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Þorsteinn Ingason fyrirliði Þórs segir sína menn ekki hræðast neitt. Verði vart við stress hjá einhverjum leikmanni Þórsara rói Gunnar Már Guðmundsson þá niður. Gunnar leikur í úrslitum í fjórða skipti á fimm árum. „Þetta er stærsti leikur sem að klúbburinn hefur farið í. Við ætlum að reyna að gera þetta eftirminnilegt og erum mjög spenntir fyrir þessu." Leið Þórsara í úrslitaleikin er athyglisverð en óhætt er að segja að liðið hafi komið mjög á óvart að komast í úrslitin. „Já, við höfum fengið þrjú úrvalsdeildarlið og höfum staðið okkur mjög vel hingað til. Við stefnum á að halda því áfram. Við erum ánægðir að vera komnir hingað en viljum meira. Viljum taka þetta síðasta skref." Þrír lykilmenn Þórsara voru hvíldir í 5-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla síðastliðinn sunnudag. Leikmennirnir áttu á hættu að fara í leikbann ef þeir fengju gult spjald. „Palli tók þá ákvörðun. Hann vildi hafa allan mannskapinn til taks í þessum leik. Gaf þeim leikmönnum frí sem áttu á hættu að lenda í banni. Aðrir sem voru tæpir voru á bekknum eða ekki með," segir Þorsteinn. Hann veit ekki til þess að neinn sé meiddur. Allir hljóti að vera klárir í svona leik. Þórsarar unnu baráttusigur gegn Fram á Laugardalsvellinum fyrr í sumar. Þeir eiga því ágætar minningar frá þjóðarleikvangnum. „Já, við komum og spiluðum við Fram í annarri umferð. Við náðum að pota inn marki eftir 45 mínútur og svo vörðumst við í 45 mínútur eftir það. Það var gaman að ná sigri í þeim leik og við erum með ágætis record á þessum velli." KR vann Þór nokkuð örugglega í viðureign félaganna á KR-vellinum fyrr í sumar. Þórsarar voru gagnrýndir fyrir sókndirfsku sína í leiknum. „Við erum svo sem búnir að lenda í ýmsu og prófa ýmislegt. KR-ingarnir mættu mjög grimmir til leiks í þeim leik en við vorum ekki alveg tilbúnir í slaginn þá. Það situr ekkert í okkur. Við erum búnir að vinna vel í okkar málum og þetta verður allt annar leikur." Það mætti ætla að Þórsarar gætu verið stressaðir fyrir stórleikinn í dag. Þorsteinn efast um það og hefur lausn á reiðum höndum ef stress gerir vart við sig. „Við hræðumst ekki neitt. Við erum ýmsu vanir og það eru strákar innan liðsins sem eru búnir að spila stóra leiki hér og þar. Við erum með manninn sem er í bikarúrslitum á hverju ári þannig að ef einhver er stressaður þá róar hann þá bara niður," segir Þorsteinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira