Þorsteinn Ingason: Gunnar Már róar þá stressuðu niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2011 10:30 Þorsteinn Ingason fyrirliði Þórs segir sína menn ekki hræðast neitt. Verði vart við stress hjá einhverjum leikmanni Þórsara rói Gunnar Már Guðmundsson þá niður. Gunnar leikur í úrslitum í fjórða skipti á fimm árum. „Þetta er stærsti leikur sem að klúbburinn hefur farið í. Við ætlum að reyna að gera þetta eftirminnilegt og erum mjög spenntir fyrir þessu." Leið Þórsara í úrslitaleikin er athyglisverð en óhætt er að segja að liðið hafi komið mjög á óvart að komast í úrslitin. „Já, við höfum fengið þrjú úrvalsdeildarlið og höfum staðið okkur mjög vel hingað til. Við stefnum á að halda því áfram. Við erum ánægðir að vera komnir hingað en viljum meira. Viljum taka þetta síðasta skref." Þrír lykilmenn Þórsara voru hvíldir í 5-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla síðastliðinn sunnudag. Leikmennirnir áttu á hættu að fara í leikbann ef þeir fengju gult spjald. „Palli tók þá ákvörðun. Hann vildi hafa allan mannskapinn til taks í þessum leik. Gaf þeim leikmönnum frí sem áttu á hættu að lenda í banni. Aðrir sem voru tæpir voru á bekknum eða ekki með," segir Þorsteinn. Hann veit ekki til þess að neinn sé meiddur. Allir hljóti að vera klárir í svona leik. Þórsarar unnu baráttusigur gegn Fram á Laugardalsvellinum fyrr í sumar. Þeir eiga því ágætar minningar frá þjóðarleikvangnum. „Já, við komum og spiluðum við Fram í annarri umferð. Við náðum að pota inn marki eftir 45 mínútur og svo vörðumst við í 45 mínútur eftir það. Það var gaman að ná sigri í þeim leik og við erum með ágætis record á þessum velli." KR vann Þór nokkuð örugglega í viðureign félaganna á KR-vellinum fyrr í sumar. Þórsarar voru gagnrýndir fyrir sókndirfsku sína í leiknum. „Við erum svo sem búnir að lenda í ýmsu og prófa ýmislegt. KR-ingarnir mættu mjög grimmir til leiks í þeim leik en við vorum ekki alveg tilbúnir í slaginn þá. Það situr ekkert í okkur. Við erum búnir að vinna vel í okkar málum og þetta verður allt annar leikur." Það mætti ætla að Þórsarar gætu verið stressaðir fyrir stórleikinn í dag. Þorsteinn efast um það og hefur lausn á reiðum höndum ef stress gerir vart við sig. „Við hræðumst ekki neitt. Við erum ýmsu vanir og það eru strákar innan liðsins sem eru búnir að spila stóra leiki hér og þar. Við erum með manninn sem er í bikarúrslitum á hverju ári þannig að ef einhver er stressaður þá róar hann þá bara niður," segir Þorsteinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Þorsteinn Ingason fyrirliði Þórs segir sína menn ekki hræðast neitt. Verði vart við stress hjá einhverjum leikmanni Þórsara rói Gunnar Már Guðmundsson þá niður. Gunnar leikur í úrslitum í fjórða skipti á fimm árum. „Þetta er stærsti leikur sem að klúbburinn hefur farið í. Við ætlum að reyna að gera þetta eftirminnilegt og erum mjög spenntir fyrir þessu." Leið Þórsara í úrslitaleikin er athyglisverð en óhætt er að segja að liðið hafi komið mjög á óvart að komast í úrslitin. „Já, við höfum fengið þrjú úrvalsdeildarlið og höfum staðið okkur mjög vel hingað til. Við stefnum á að halda því áfram. Við erum ánægðir að vera komnir hingað en viljum meira. Viljum taka þetta síðasta skref." Þrír lykilmenn Þórsara voru hvíldir í 5-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla síðastliðinn sunnudag. Leikmennirnir áttu á hættu að fara í leikbann ef þeir fengju gult spjald. „Palli tók þá ákvörðun. Hann vildi hafa allan mannskapinn til taks í þessum leik. Gaf þeim leikmönnum frí sem áttu á hættu að lenda í banni. Aðrir sem voru tæpir voru á bekknum eða ekki með," segir Þorsteinn. Hann veit ekki til þess að neinn sé meiddur. Allir hljóti að vera klárir í svona leik. Þórsarar unnu baráttusigur gegn Fram á Laugardalsvellinum fyrr í sumar. Þeir eiga því ágætar minningar frá þjóðarleikvangnum. „Já, við komum og spiluðum við Fram í annarri umferð. Við náðum að pota inn marki eftir 45 mínútur og svo vörðumst við í 45 mínútur eftir það. Það var gaman að ná sigri í þeim leik og við erum með ágætis record á þessum velli." KR vann Þór nokkuð örugglega í viðureign félaganna á KR-vellinum fyrr í sumar. Þórsarar voru gagnrýndir fyrir sókndirfsku sína í leiknum. „Við erum svo sem búnir að lenda í ýmsu og prófa ýmislegt. KR-ingarnir mættu mjög grimmir til leiks í þeim leik en við vorum ekki alveg tilbúnir í slaginn þá. Það situr ekkert í okkur. Við erum búnir að vinna vel í okkar málum og þetta verður allt annar leikur." Það mætti ætla að Þórsarar gætu verið stressaðir fyrir stórleikinn í dag. Þorsteinn efast um það og hefur lausn á reiðum höndum ef stress gerir vart við sig. „Við hræðumst ekki neitt. Við erum ýmsu vanir og það eru strákar innan liðsins sem eru búnir að spila stóra leiki hér og þar. Við erum með manninn sem er í bikarúrslitum á hverju ári þannig að ef einhver er stressaður þá róar hann þá bara niður," segir Þorsteinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti