ÍA tapaði fyrir lærisveinum Guðjóns - fögnuðinum frestað Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Akranesvelli skrifar 12. ágúst 2011 18:15 Hjörtur Júlíus Hjartarson og Gary Martin. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Einhver bið verður á því að ÍA tryggir sér sæti í Pepsi-deildinni því að Skagamenn töpuðu óvænt fyrir BÍ/Bolungarvík á heimavelli, 2-1. Guðjón Þórðarson er sem kunnugt er þjálfari BÍ/Bolungarvíkur en hann var áður leikmaður og þjálfari ÍA til margra ára. Síðast þjálfaði hann Skagamenn árið sem liðið féll úr efstu deild, árið 2008. ÍA hefur verið með mikla yfirburði í 1. deildinni í sumar en í kvöld var sigurganga liðsins stöðvuð. Tomi Ameobi skoraði bæði mörk gestanna en Ólafur Valur Valdimarsson fyrir ÍA. Það var mikið fjölmenni á Akranesvelli í kvöld og flestir voru komnir til að sjá lið ÍA vinna sér sæti í efstu deild á ný. Það tókst þó ekki í þetta sinnið en ÍA mætir ÍR á þriðjudaginn og getur þá tryggt sér úrvalsdeildarsætið langþráða. Tomi Ameobi kom gestunum yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem hann fiskaði sjálfur. Reynir Leósson var dæmdur brotlegur en hann mótmælti dómnum kröftuglega. Ólafur Valur Valdimarsson jafnaði metin á 39. mínútu en Skagamenn komust aldrei í gang í seinni hálfleik. BÍ/Bolungarvík tók öll völd á vellinum og fékk fjölmörg færi til að komast yfir. Það tókst loksins á 84. mínútu er Ameobi skallaði fyrirgjöf Nicholas Deverdics í netið. Varamaðurinn Fannar Freyr Gíslason fiskaði þó víti fyrir heimamenn skömmu fyrir leikslok en allt kom fyrir ekki - Þórður Ingason varði frá Mark Doninger og þar við sat. BÍ/Bolungarvík vann 2-1 sigur. Gary Martin fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik fyrir fólskulega tæklingu og verður hann því í banni þegar að Skagamenn mæta í Breiðholtið eftir helgi. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Einhver bið verður á því að ÍA tryggir sér sæti í Pepsi-deildinni því að Skagamenn töpuðu óvænt fyrir BÍ/Bolungarvík á heimavelli, 2-1. Guðjón Þórðarson er sem kunnugt er þjálfari BÍ/Bolungarvíkur en hann var áður leikmaður og þjálfari ÍA til margra ára. Síðast þjálfaði hann Skagamenn árið sem liðið féll úr efstu deild, árið 2008. ÍA hefur verið með mikla yfirburði í 1. deildinni í sumar en í kvöld var sigurganga liðsins stöðvuð. Tomi Ameobi skoraði bæði mörk gestanna en Ólafur Valur Valdimarsson fyrir ÍA. Það var mikið fjölmenni á Akranesvelli í kvöld og flestir voru komnir til að sjá lið ÍA vinna sér sæti í efstu deild á ný. Það tókst þó ekki í þetta sinnið en ÍA mætir ÍR á þriðjudaginn og getur þá tryggt sér úrvalsdeildarsætið langþráða. Tomi Ameobi kom gestunum yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem hann fiskaði sjálfur. Reynir Leósson var dæmdur brotlegur en hann mótmælti dómnum kröftuglega. Ólafur Valur Valdimarsson jafnaði metin á 39. mínútu en Skagamenn komust aldrei í gang í seinni hálfleik. BÍ/Bolungarvík tók öll völd á vellinum og fékk fjölmörg færi til að komast yfir. Það tókst loksins á 84. mínútu er Ameobi skallaði fyrirgjöf Nicholas Deverdics í netið. Varamaðurinn Fannar Freyr Gíslason fiskaði þó víti fyrir heimamenn skömmu fyrir leikslok en allt kom fyrir ekki - Þórður Ingason varði frá Mark Doninger og þar við sat. BÍ/Bolungarvík vann 2-1 sigur. Gary Martin fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik fyrir fólskulega tæklingu og verður hann því í banni þegar að Skagamenn mæta í Breiðholtið eftir helgi. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira