ÍA tapaði fyrir lærisveinum Guðjóns - fögnuðinum frestað Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Akranesvelli skrifar 12. ágúst 2011 18:15 Hjörtur Júlíus Hjartarson og Gary Martin. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Einhver bið verður á því að ÍA tryggir sér sæti í Pepsi-deildinni því að Skagamenn töpuðu óvænt fyrir BÍ/Bolungarvík á heimavelli, 2-1. Guðjón Þórðarson er sem kunnugt er þjálfari BÍ/Bolungarvíkur en hann var áður leikmaður og þjálfari ÍA til margra ára. Síðast þjálfaði hann Skagamenn árið sem liðið féll úr efstu deild, árið 2008. ÍA hefur verið með mikla yfirburði í 1. deildinni í sumar en í kvöld var sigurganga liðsins stöðvuð. Tomi Ameobi skoraði bæði mörk gestanna en Ólafur Valur Valdimarsson fyrir ÍA. Það var mikið fjölmenni á Akranesvelli í kvöld og flestir voru komnir til að sjá lið ÍA vinna sér sæti í efstu deild á ný. Það tókst þó ekki í þetta sinnið en ÍA mætir ÍR á þriðjudaginn og getur þá tryggt sér úrvalsdeildarsætið langþráða. Tomi Ameobi kom gestunum yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem hann fiskaði sjálfur. Reynir Leósson var dæmdur brotlegur en hann mótmælti dómnum kröftuglega. Ólafur Valur Valdimarsson jafnaði metin á 39. mínútu en Skagamenn komust aldrei í gang í seinni hálfleik. BÍ/Bolungarvík tók öll völd á vellinum og fékk fjölmörg færi til að komast yfir. Það tókst loksins á 84. mínútu er Ameobi skallaði fyrirgjöf Nicholas Deverdics í netið. Varamaðurinn Fannar Freyr Gíslason fiskaði þó víti fyrir heimamenn skömmu fyrir leikslok en allt kom fyrir ekki - Þórður Ingason varði frá Mark Doninger og þar við sat. BÍ/Bolungarvík vann 2-1 sigur. Gary Martin fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik fyrir fólskulega tæklingu og verður hann því í banni þegar að Skagamenn mæta í Breiðholtið eftir helgi. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Einhver bið verður á því að ÍA tryggir sér sæti í Pepsi-deildinni því að Skagamenn töpuðu óvænt fyrir BÍ/Bolungarvík á heimavelli, 2-1. Guðjón Þórðarson er sem kunnugt er þjálfari BÍ/Bolungarvíkur en hann var áður leikmaður og þjálfari ÍA til margra ára. Síðast þjálfaði hann Skagamenn árið sem liðið féll úr efstu deild, árið 2008. ÍA hefur verið með mikla yfirburði í 1. deildinni í sumar en í kvöld var sigurganga liðsins stöðvuð. Tomi Ameobi skoraði bæði mörk gestanna en Ólafur Valur Valdimarsson fyrir ÍA. Það var mikið fjölmenni á Akranesvelli í kvöld og flestir voru komnir til að sjá lið ÍA vinna sér sæti í efstu deild á ný. Það tókst þó ekki í þetta sinnið en ÍA mætir ÍR á þriðjudaginn og getur þá tryggt sér úrvalsdeildarsætið langþráða. Tomi Ameobi kom gestunum yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem hann fiskaði sjálfur. Reynir Leósson var dæmdur brotlegur en hann mótmælti dómnum kröftuglega. Ólafur Valur Valdimarsson jafnaði metin á 39. mínútu en Skagamenn komust aldrei í gang í seinni hálfleik. BÍ/Bolungarvík tók öll völd á vellinum og fékk fjölmörg færi til að komast yfir. Það tókst loksins á 84. mínútu er Ameobi skallaði fyrirgjöf Nicholas Deverdics í netið. Varamaðurinn Fannar Freyr Gíslason fiskaði þó víti fyrir heimamenn skömmu fyrir leikslok en allt kom fyrir ekki - Þórður Ingason varði frá Mark Doninger og þar við sat. BÍ/Bolungarvík vann 2-1 sigur. Gary Martin fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik fyrir fólskulega tæklingu og verður hann því í banni þegar að Skagamenn mæta í Breiðholtið eftir helgi. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira