Umfjöllun: KR-ingar bikarmeistarar - Þórsarar skutu fimm sinnum í slá Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 13. ágúst 2011 12:16 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þórsurum í Laugardalnum. Þórsarar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en nýttu færi sín afar illa. Sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og mark Baldurs Sigurðssonar tíu mínútum fyrir leikslok tryggðu sigur Vesturbæinga. KR-ingar urðu fyrir áfalli í upphitun leiksins. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Vesturbæjarliðsins, meiddist og kom Egill Jónsson inn í byrjunarliðið í hans stað. Fyrir var Óskar Örn Hauksson frá vegna meiðsla og Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. Fjarvera þríeykisins átti eftir að hafa áhrif á spilamennsku KR. Upphafsmínúturnar á Laugardalsvelli voru nokkuð jafnar. Bæði lið áttu hálffæri strax á fyrstu mínútunum en fljótlega tóku Þórsarar völdin. Janez Vrenko fékk dauðafæri á markteig KR á 16. mínútu en skallaði í slána. Tæpum tíu mínútum síðar átti Sveinn Elías Jónsson fínan sprett sem lauk með fallegu skoti sem small í slánni. Þórsarar létu ekki þar við sitja. Ármann Pétur, Gunnar Már og Jóhann Helgason fengu allir fín færi en annaðhvort hittu ekki markið eða létu Hannes Þór verja frá sér. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. Marktilraunir KR-liðsins í fyrri hálfleik voru máttlitlar. Næst komust þeir þegar Baldur Sigurðsson skallaði yfir úr vítateignum. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins sendi Magnús Már Lúðvíksson fyrir mark Þórs þar sem Gunnar Már stangaði boltann glæsilega í eigið net. Afgreiðslan sem Þórsarar þurftu á að halda á hinum enda vallarins. Vesturbæingar komnir yfir þvert gegn gangi leiksins en þeir höfðu ekki enn átt skot á markið. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Ármann Pétur Ævarsson vildi fá vítaspyrnu á 47. mínútu eftir brot hjá Grétari Sigfinni og skömmu síðar skaut Sveinn Elías í slá úr dauðafæri eftir frábæran undirbúning Gunnars Más. Sláin átti eftir að reynast bjargvættur KR-inga fimm sinnum í leiknum áður en yfir lauk. Á 67. mínútu negldi Jóhann Helgi í slána af stuttu færi og skömmu síðar var Skúli Jón rekinn útaf í liði KR fyrir það sem virtist litlar sakir. Á 75. mínútu setti Ingi Freyr boltann í slá af stuttu færi. Enn eitt dauðafæriið hjá Þórsurum sem virtist fyrirmunað að skora. Skömmu síðar var brotið á Viktori Bjarka innan teigs Þórsara. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, mat það svo að brotið hefði hafist utan teigs og dæmdi aukaspyrnu við litla hrifningu Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem var spjaldaður. Á 81. mínútu gerðu KR-ingar út um leikinn. Magnús Már átti innkast sem Kjartan Henry lét fljóta áfram á Baldur Sigurðsson. Mývetningurinn var ískaldur, lagði hann fyrir sig og hamraði í netið með vinstri fæti. Það sem eftir lifði leiks gerðist lítið og KR-ingar lönduðu sínum tólfta bikar í sögu karlaliðs félagsins. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun þessari án þess að minnast á stuðningsmenn Þórsara. Undirritaður hefur aldrei orðið vitni að jafnmiklum stuðning og Akureyringar sýndu leikmönnum sínum í dag. KR-ingar bikarmeistarar árið 2011. Til hamingju Vesturbæingar! Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. TölfræðiÞór - KR 2-0 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (sjálfsmark, 45. mín) 0-2 Baldur Sigurðsson (81. mín) Skot (á mark): 20-11 (9-2) Varin skot: Rajkovic 1 – Hannes Þór 8 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 15-11 Rangstöður: 2-1 Áhorfendur: 5327 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þórsurum í Laugardalnum. Þórsarar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en nýttu færi sín afar illa. Sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og mark Baldurs Sigurðssonar tíu mínútum fyrir leikslok tryggðu sigur Vesturbæinga. KR-ingar urðu fyrir áfalli í upphitun leiksins. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Vesturbæjarliðsins, meiddist og kom Egill Jónsson inn í byrjunarliðið í hans stað. Fyrir var Óskar Örn Hauksson frá vegna meiðsla og Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. Fjarvera þríeykisins átti eftir að hafa áhrif á spilamennsku KR. Upphafsmínúturnar á Laugardalsvelli voru nokkuð jafnar. Bæði lið áttu hálffæri strax á fyrstu mínútunum en fljótlega tóku Þórsarar völdin. Janez Vrenko fékk dauðafæri á markteig KR á 16. mínútu en skallaði í slána. Tæpum tíu mínútum síðar átti Sveinn Elías Jónsson fínan sprett sem lauk með fallegu skoti sem small í slánni. Þórsarar létu ekki þar við sitja. Ármann Pétur, Gunnar Már og Jóhann Helgason fengu allir fín færi en annaðhvort hittu ekki markið eða létu Hannes Þór verja frá sér. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. Marktilraunir KR-liðsins í fyrri hálfleik voru máttlitlar. Næst komust þeir þegar Baldur Sigurðsson skallaði yfir úr vítateignum. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins sendi Magnús Már Lúðvíksson fyrir mark Þórs þar sem Gunnar Már stangaði boltann glæsilega í eigið net. Afgreiðslan sem Þórsarar þurftu á að halda á hinum enda vallarins. Vesturbæingar komnir yfir þvert gegn gangi leiksins en þeir höfðu ekki enn átt skot á markið. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Ármann Pétur Ævarsson vildi fá vítaspyrnu á 47. mínútu eftir brot hjá Grétari Sigfinni og skömmu síðar skaut Sveinn Elías í slá úr dauðafæri eftir frábæran undirbúning Gunnars Más. Sláin átti eftir að reynast bjargvættur KR-inga fimm sinnum í leiknum áður en yfir lauk. Á 67. mínútu negldi Jóhann Helgi í slána af stuttu færi og skömmu síðar var Skúli Jón rekinn útaf í liði KR fyrir það sem virtist litlar sakir. Á 75. mínútu setti Ingi Freyr boltann í slá af stuttu færi. Enn eitt dauðafæriið hjá Þórsurum sem virtist fyrirmunað að skora. Skömmu síðar var brotið á Viktori Bjarka innan teigs Þórsara. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, mat það svo að brotið hefði hafist utan teigs og dæmdi aukaspyrnu við litla hrifningu Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem var spjaldaður. Á 81. mínútu gerðu KR-ingar út um leikinn. Magnús Már átti innkast sem Kjartan Henry lét fljóta áfram á Baldur Sigurðsson. Mývetningurinn var ískaldur, lagði hann fyrir sig og hamraði í netið með vinstri fæti. Það sem eftir lifði leiks gerðist lítið og KR-ingar lönduðu sínum tólfta bikar í sögu karlaliðs félagsins. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun þessari án þess að minnast á stuðningsmenn Þórsara. Undirritaður hefur aldrei orðið vitni að jafnmiklum stuðning og Akureyringar sýndu leikmönnum sínum í dag. KR-ingar bikarmeistarar árið 2011. Til hamingju Vesturbæingar! Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. TölfræðiÞór - KR 2-0 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (sjálfsmark, 45. mín) 0-2 Baldur Sigurðsson (81. mín) Skot (á mark): 20-11 (9-2) Varin skot: Rajkovic 1 – Hannes Þór 8 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 15-11 Rangstöður: 2-1 Áhorfendur: 5327 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira