Umfjöllun: KR-ingar bikarmeistarar - Þórsarar skutu fimm sinnum í slá Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 13. ágúst 2011 12:16 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þórsurum í Laugardalnum. Þórsarar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en nýttu færi sín afar illa. Sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og mark Baldurs Sigurðssonar tíu mínútum fyrir leikslok tryggðu sigur Vesturbæinga. KR-ingar urðu fyrir áfalli í upphitun leiksins. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Vesturbæjarliðsins, meiddist og kom Egill Jónsson inn í byrjunarliðið í hans stað. Fyrir var Óskar Örn Hauksson frá vegna meiðsla og Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. Fjarvera þríeykisins átti eftir að hafa áhrif á spilamennsku KR. Upphafsmínúturnar á Laugardalsvelli voru nokkuð jafnar. Bæði lið áttu hálffæri strax á fyrstu mínútunum en fljótlega tóku Þórsarar völdin. Janez Vrenko fékk dauðafæri á markteig KR á 16. mínútu en skallaði í slána. Tæpum tíu mínútum síðar átti Sveinn Elías Jónsson fínan sprett sem lauk með fallegu skoti sem small í slánni. Þórsarar létu ekki þar við sitja. Ármann Pétur, Gunnar Már og Jóhann Helgason fengu allir fín færi en annaðhvort hittu ekki markið eða létu Hannes Þór verja frá sér. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. Marktilraunir KR-liðsins í fyrri hálfleik voru máttlitlar. Næst komust þeir þegar Baldur Sigurðsson skallaði yfir úr vítateignum. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins sendi Magnús Már Lúðvíksson fyrir mark Þórs þar sem Gunnar Már stangaði boltann glæsilega í eigið net. Afgreiðslan sem Þórsarar þurftu á að halda á hinum enda vallarins. Vesturbæingar komnir yfir þvert gegn gangi leiksins en þeir höfðu ekki enn átt skot á markið. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Ármann Pétur Ævarsson vildi fá vítaspyrnu á 47. mínútu eftir brot hjá Grétari Sigfinni og skömmu síðar skaut Sveinn Elías í slá úr dauðafæri eftir frábæran undirbúning Gunnars Más. Sláin átti eftir að reynast bjargvættur KR-inga fimm sinnum í leiknum áður en yfir lauk. Á 67. mínútu negldi Jóhann Helgi í slána af stuttu færi og skömmu síðar var Skúli Jón rekinn útaf í liði KR fyrir það sem virtist litlar sakir. Á 75. mínútu setti Ingi Freyr boltann í slá af stuttu færi. Enn eitt dauðafæriið hjá Þórsurum sem virtist fyrirmunað að skora. Skömmu síðar var brotið á Viktori Bjarka innan teigs Þórsara. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, mat það svo að brotið hefði hafist utan teigs og dæmdi aukaspyrnu við litla hrifningu Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem var spjaldaður. Á 81. mínútu gerðu KR-ingar út um leikinn. Magnús Már átti innkast sem Kjartan Henry lét fljóta áfram á Baldur Sigurðsson. Mývetningurinn var ískaldur, lagði hann fyrir sig og hamraði í netið með vinstri fæti. Það sem eftir lifði leiks gerðist lítið og KR-ingar lönduðu sínum tólfta bikar í sögu karlaliðs félagsins. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun þessari án þess að minnast á stuðningsmenn Þórsara. Undirritaður hefur aldrei orðið vitni að jafnmiklum stuðning og Akureyringar sýndu leikmönnum sínum í dag. KR-ingar bikarmeistarar árið 2011. Til hamingju Vesturbæingar! Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. TölfræðiÞór - KR 2-0 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (sjálfsmark, 45. mín) 0-2 Baldur Sigurðsson (81. mín) Skot (á mark): 20-11 (9-2) Varin skot: Rajkovic 1 – Hannes Þór 8 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 15-11 Rangstöður: 2-1 Áhorfendur: 5327 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þórsurum í Laugardalnum. Þórsarar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en nýttu færi sín afar illa. Sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og mark Baldurs Sigurðssonar tíu mínútum fyrir leikslok tryggðu sigur Vesturbæinga. KR-ingar urðu fyrir áfalli í upphitun leiksins. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Vesturbæjarliðsins, meiddist og kom Egill Jónsson inn í byrjunarliðið í hans stað. Fyrir var Óskar Örn Hauksson frá vegna meiðsla og Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. Fjarvera þríeykisins átti eftir að hafa áhrif á spilamennsku KR. Upphafsmínúturnar á Laugardalsvelli voru nokkuð jafnar. Bæði lið áttu hálffæri strax á fyrstu mínútunum en fljótlega tóku Þórsarar völdin. Janez Vrenko fékk dauðafæri á markteig KR á 16. mínútu en skallaði í slána. Tæpum tíu mínútum síðar átti Sveinn Elías Jónsson fínan sprett sem lauk með fallegu skoti sem small í slánni. Þórsarar létu ekki þar við sitja. Ármann Pétur, Gunnar Már og Jóhann Helgason fengu allir fín færi en annaðhvort hittu ekki markið eða létu Hannes Þór verja frá sér. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. Marktilraunir KR-liðsins í fyrri hálfleik voru máttlitlar. Næst komust þeir þegar Baldur Sigurðsson skallaði yfir úr vítateignum. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins sendi Magnús Már Lúðvíksson fyrir mark Þórs þar sem Gunnar Már stangaði boltann glæsilega í eigið net. Afgreiðslan sem Þórsarar þurftu á að halda á hinum enda vallarins. Vesturbæingar komnir yfir þvert gegn gangi leiksins en þeir höfðu ekki enn átt skot á markið. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Ármann Pétur Ævarsson vildi fá vítaspyrnu á 47. mínútu eftir brot hjá Grétari Sigfinni og skömmu síðar skaut Sveinn Elías í slá úr dauðafæri eftir frábæran undirbúning Gunnars Más. Sláin átti eftir að reynast bjargvættur KR-inga fimm sinnum í leiknum áður en yfir lauk. Á 67. mínútu negldi Jóhann Helgi í slána af stuttu færi og skömmu síðar var Skúli Jón rekinn útaf í liði KR fyrir það sem virtist litlar sakir. Á 75. mínútu setti Ingi Freyr boltann í slá af stuttu færi. Enn eitt dauðafæriið hjá Þórsurum sem virtist fyrirmunað að skora. Skömmu síðar var brotið á Viktori Bjarka innan teigs Þórsara. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, mat það svo að brotið hefði hafist utan teigs og dæmdi aukaspyrnu við litla hrifningu Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem var spjaldaður. Á 81. mínútu gerðu KR-ingar út um leikinn. Magnús Már átti innkast sem Kjartan Henry lét fljóta áfram á Baldur Sigurðsson. Mývetningurinn var ískaldur, lagði hann fyrir sig og hamraði í netið með vinstri fæti. Það sem eftir lifði leiks gerðist lítið og KR-ingar lönduðu sínum tólfta bikar í sögu karlaliðs félagsins. Ekki er hægt að ljúka umfjöllun þessari án þess að minnast á stuðningsmenn Þórsara. Undirritaður hefur aldrei orðið vitni að jafnmiklum stuðning og Akureyringar sýndu leikmönnum sínum í dag. KR-ingar bikarmeistarar árið 2011. Til hamingju Vesturbæingar! Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. TölfræðiÞór - KR 2-0 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (sjálfsmark, 45. mín) 0-2 Baldur Sigurðsson (81. mín) Skot (á mark): 20-11 (9-2) Varin skot: Rajkovic 1 – Hannes Þór 8 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 15-11 Rangstöður: 2-1 Áhorfendur: 5327 Dómari: Valgeir Valgeirsson 4.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira