Umfjöllun: Ráðalausir Framarar í vondum málum Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 3. ágúst 2011 18:15 Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs. Mynd/Pjetur Framarar eru í vondum málum eftir enn eitt tapið í Pepsi-deildinni. Þórsarar eru aftur á móti á góðu skriði og unnu öruggan 3-0 sigur í kvöld. Fyrri hálfleikur var fjörugur. Framarar áttu skot af löngu færi sem lenti ofan á slánni, þar var að verki Steven Lennon sem var nokkuð sprækur framan af. Framarar byrjuðu af krafti og virtust ætla að selja sig dýrt. En saga beggja í sumar kom svo í ljós. Gunnar Már skoraði frábært mark eftir góða sókn. Atli Sigurjónsson átti góða sendingu innfyrir, Gunnar var í línu við vörnina og kláraði færið vel. Framarar virtust slegnir yfir markinu og Þórsarar bættu í en bæði lið fengu aðeins hálffæri þar til Janes Vrenko bjargaði meistaralega á línu. Eftir fína sókn renndi hann sér fyrir skot Hólmberts. Sveinn Elías var svo nálægt því að skalla boltann í markteignum fyrir opnu marki en rétt missti af boltanum en Framarar voru meira með boltann. Þó var jafnræði með liðunum. Srjdan Rajkovic sýndi síðan hreint ótrúleg tilþrif undir lok hálfleiksins. Arnar sendi á Almarr sem var aleinn gegn markmanninum sem henti sér með tilþrifum í hornið og bjargaði meistaralega. Glæsilega gert og var fagnað í stúkunni sem Þórsarar hefðu skorað. Þetta var enda jafn mikilvægt, þvílíkt dauðafæri og gott fyrir Þór að fara inn í hálfleikinn með 1-0 forskot. Seinni hálfleikur var alls ekki jafn góður. Liðin voru ekki að spila vel. Hólmbert Friðjónsson átti skot rétt framhjá en annars var leikurinn rólegur og hægur. Framarar gerðu hvað þeir gátu en þá skortu hugmyndir á síðasta þriðjungi vallarins. Þórsarar kláruðu svo leikinn tólf mínútum fyrir leikslok. Jóhann Helgi vann boltann af harðfylgi, fann Gunnar Má sem skaut að marki, boltinn fór í varnarmann og barst til Sigurðar Marínó Kristjánssonar sem skoraði úr markteignum. Þór fékk annað dauðafæri en Framarar virtust ekkert ætla að vakna af þyrnirósarblundinum. Þeir voru mikið með boltann en komu sér bara ekki í nógu mörg góð færi. Almarr hefði brett miklu hefði hann skora rétt fyrir hlé. Jóhann Helgi rak síðasta naglann í kistu Fram með skoti sem fór í varnarmann og inn undir lok leiksins. Hann átti virkilega góða innkomu í leiknum. Þórsarar spiluðu ekki vel en unnu samt, góð merki fyrir þá. Gunnar var góður á miðjunni og Vrenko frábær í vörninni. Þá á markvarslan frá Rajko skilið að minnst sé á hann enn einu sinni fyrir markvörsluna undir lok fyrri hálfleiks. Framarar eru langneðstir en Þór er að komast upp í miðjubaráttuna í deildinni. Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.Þór 3-0 Fram 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (6.) 2-0 Sigurður Marínó Kristjánsson (79.) 3-0 Jóhann Helgi Hannesson (89.)Áhorfendur: Rúmlega 1000.Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7Skot (á mark): 5–8 (2-3)Varin skot: Srjdan 2 – 0 ÖgmundurHorn: 2-7Aukaspyrnur fengnar: 7-13Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Framarar eru í vondum málum eftir enn eitt tapið í Pepsi-deildinni. Þórsarar eru aftur á móti á góðu skriði og unnu öruggan 3-0 sigur í kvöld. Fyrri hálfleikur var fjörugur. Framarar áttu skot af löngu færi sem lenti ofan á slánni, þar var að verki Steven Lennon sem var nokkuð sprækur framan af. Framarar byrjuðu af krafti og virtust ætla að selja sig dýrt. En saga beggja í sumar kom svo í ljós. Gunnar Már skoraði frábært mark eftir góða sókn. Atli Sigurjónsson átti góða sendingu innfyrir, Gunnar var í línu við vörnina og kláraði færið vel. Framarar virtust slegnir yfir markinu og Þórsarar bættu í en bæði lið fengu aðeins hálffæri þar til Janes Vrenko bjargaði meistaralega á línu. Eftir fína sókn renndi hann sér fyrir skot Hólmberts. Sveinn Elías var svo nálægt því að skalla boltann í markteignum fyrir opnu marki en rétt missti af boltanum en Framarar voru meira með boltann. Þó var jafnræði með liðunum. Srjdan Rajkovic sýndi síðan hreint ótrúleg tilþrif undir lok hálfleiksins. Arnar sendi á Almarr sem var aleinn gegn markmanninum sem henti sér með tilþrifum í hornið og bjargaði meistaralega. Glæsilega gert og var fagnað í stúkunni sem Þórsarar hefðu skorað. Þetta var enda jafn mikilvægt, þvílíkt dauðafæri og gott fyrir Þór að fara inn í hálfleikinn með 1-0 forskot. Seinni hálfleikur var alls ekki jafn góður. Liðin voru ekki að spila vel. Hólmbert Friðjónsson átti skot rétt framhjá en annars var leikurinn rólegur og hægur. Framarar gerðu hvað þeir gátu en þá skortu hugmyndir á síðasta þriðjungi vallarins. Þórsarar kláruðu svo leikinn tólf mínútum fyrir leikslok. Jóhann Helgi vann boltann af harðfylgi, fann Gunnar Má sem skaut að marki, boltinn fór í varnarmann og barst til Sigurðar Marínó Kristjánssonar sem skoraði úr markteignum. Þór fékk annað dauðafæri en Framarar virtust ekkert ætla að vakna af þyrnirósarblundinum. Þeir voru mikið með boltann en komu sér bara ekki í nógu mörg góð færi. Almarr hefði brett miklu hefði hann skora rétt fyrir hlé. Jóhann Helgi rak síðasta naglann í kistu Fram með skoti sem fór í varnarmann og inn undir lok leiksins. Hann átti virkilega góða innkomu í leiknum. Þórsarar spiluðu ekki vel en unnu samt, góð merki fyrir þá. Gunnar var góður á miðjunni og Vrenko frábær í vörninni. Þá á markvarslan frá Rajko skilið að minnst sé á hann enn einu sinni fyrir markvörsluna undir lok fyrri hálfleiks. Framarar eru langneðstir en Þór er að komast upp í miðjubaráttuna í deildinni. Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.Þór 3-0 Fram 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (6.) 2-0 Sigurður Marínó Kristjánsson (79.) 3-0 Jóhann Helgi Hannesson (89.)Áhorfendur: Rúmlega 1000.Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7Skot (á mark): 5–8 (2-3)Varin skot: Srjdan 2 – 0 ÖgmundurHorn: 2-7Aukaspyrnur fengnar: 7-13Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira