Umfjöllun: Ráðalausir Framarar í vondum málum Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 3. ágúst 2011 18:15 Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs. Mynd/Pjetur Framarar eru í vondum málum eftir enn eitt tapið í Pepsi-deildinni. Þórsarar eru aftur á móti á góðu skriði og unnu öruggan 3-0 sigur í kvöld. Fyrri hálfleikur var fjörugur. Framarar áttu skot af löngu færi sem lenti ofan á slánni, þar var að verki Steven Lennon sem var nokkuð sprækur framan af. Framarar byrjuðu af krafti og virtust ætla að selja sig dýrt. En saga beggja í sumar kom svo í ljós. Gunnar Már skoraði frábært mark eftir góða sókn. Atli Sigurjónsson átti góða sendingu innfyrir, Gunnar var í línu við vörnina og kláraði færið vel. Framarar virtust slegnir yfir markinu og Þórsarar bættu í en bæði lið fengu aðeins hálffæri þar til Janes Vrenko bjargaði meistaralega á línu. Eftir fína sókn renndi hann sér fyrir skot Hólmberts. Sveinn Elías var svo nálægt því að skalla boltann í markteignum fyrir opnu marki en rétt missti af boltanum en Framarar voru meira með boltann. Þó var jafnræði með liðunum. Srjdan Rajkovic sýndi síðan hreint ótrúleg tilþrif undir lok hálfleiksins. Arnar sendi á Almarr sem var aleinn gegn markmanninum sem henti sér með tilþrifum í hornið og bjargaði meistaralega. Glæsilega gert og var fagnað í stúkunni sem Þórsarar hefðu skorað. Þetta var enda jafn mikilvægt, þvílíkt dauðafæri og gott fyrir Þór að fara inn í hálfleikinn með 1-0 forskot. Seinni hálfleikur var alls ekki jafn góður. Liðin voru ekki að spila vel. Hólmbert Friðjónsson átti skot rétt framhjá en annars var leikurinn rólegur og hægur. Framarar gerðu hvað þeir gátu en þá skortu hugmyndir á síðasta þriðjungi vallarins. Þórsarar kláruðu svo leikinn tólf mínútum fyrir leikslok. Jóhann Helgi vann boltann af harðfylgi, fann Gunnar Má sem skaut að marki, boltinn fór í varnarmann og barst til Sigurðar Marínó Kristjánssonar sem skoraði úr markteignum. Þór fékk annað dauðafæri en Framarar virtust ekkert ætla að vakna af þyrnirósarblundinum. Þeir voru mikið með boltann en komu sér bara ekki í nógu mörg góð færi. Almarr hefði brett miklu hefði hann skora rétt fyrir hlé. Jóhann Helgi rak síðasta naglann í kistu Fram með skoti sem fór í varnarmann og inn undir lok leiksins. Hann átti virkilega góða innkomu í leiknum. Þórsarar spiluðu ekki vel en unnu samt, góð merki fyrir þá. Gunnar var góður á miðjunni og Vrenko frábær í vörninni. Þá á markvarslan frá Rajko skilið að minnst sé á hann enn einu sinni fyrir markvörsluna undir lok fyrri hálfleiks. Framarar eru langneðstir en Þór er að komast upp í miðjubaráttuna í deildinni. Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.Þór 3-0 Fram 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (6.) 2-0 Sigurður Marínó Kristjánsson (79.) 3-0 Jóhann Helgi Hannesson (89.)Áhorfendur: Rúmlega 1000.Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7Skot (á mark): 5–8 (2-3)Varin skot: Srjdan 2 – 0 ÖgmundurHorn: 2-7Aukaspyrnur fengnar: 7-13Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira
Framarar eru í vondum málum eftir enn eitt tapið í Pepsi-deildinni. Þórsarar eru aftur á móti á góðu skriði og unnu öruggan 3-0 sigur í kvöld. Fyrri hálfleikur var fjörugur. Framarar áttu skot af löngu færi sem lenti ofan á slánni, þar var að verki Steven Lennon sem var nokkuð sprækur framan af. Framarar byrjuðu af krafti og virtust ætla að selja sig dýrt. En saga beggja í sumar kom svo í ljós. Gunnar Már skoraði frábært mark eftir góða sókn. Atli Sigurjónsson átti góða sendingu innfyrir, Gunnar var í línu við vörnina og kláraði færið vel. Framarar virtust slegnir yfir markinu og Þórsarar bættu í en bæði lið fengu aðeins hálffæri þar til Janes Vrenko bjargaði meistaralega á línu. Eftir fína sókn renndi hann sér fyrir skot Hólmberts. Sveinn Elías var svo nálægt því að skalla boltann í markteignum fyrir opnu marki en rétt missti af boltanum en Framarar voru meira með boltann. Þó var jafnræði með liðunum. Srjdan Rajkovic sýndi síðan hreint ótrúleg tilþrif undir lok hálfleiksins. Arnar sendi á Almarr sem var aleinn gegn markmanninum sem henti sér með tilþrifum í hornið og bjargaði meistaralega. Glæsilega gert og var fagnað í stúkunni sem Þórsarar hefðu skorað. Þetta var enda jafn mikilvægt, þvílíkt dauðafæri og gott fyrir Þór að fara inn í hálfleikinn með 1-0 forskot. Seinni hálfleikur var alls ekki jafn góður. Liðin voru ekki að spila vel. Hólmbert Friðjónsson átti skot rétt framhjá en annars var leikurinn rólegur og hægur. Framarar gerðu hvað þeir gátu en þá skortu hugmyndir á síðasta þriðjungi vallarins. Þórsarar kláruðu svo leikinn tólf mínútum fyrir leikslok. Jóhann Helgi vann boltann af harðfylgi, fann Gunnar Má sem skaut að marki, boltinn fór í varnarmann og barst til Sigurðar Marínó Kristjánssonar sem skoraði úr markteignum. Þór fékk annað dauðafæri en Framarar virtust ekkert ætla að vakna af þyrnirósarblundinum. Þeir voru mikið með boltann en komu sér bara ekki í nógu mörg góð færi. Almarr hefði brett miklu hefði hann skora rétt fyrir hlé. Jóhann Helgi rak síðasta naglann í kistu Fram með skoti sem fór í varnarmann og inn undir lok leiksins. Hann átti virkilega góða innkomu í leiknum. Þórsarar spiluðu ekki vel en unnu samt, góð merki fyrir þá. Gunnar var góður á miðjunni og Vrenko frábær í vörninni. Þá á markvarslan frá Rajko skilið að minnst sé á hann enn einu sinni fyrir markvörsluna undir lok fyrri hálfleiks. Framarar eru langneðstir en Þór er að komast upp í miðjubaráttuna í deildinni. Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.Þór 3-0 Fram 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (6.) 2-0 Sigurður Marínó Kristjánsson (79.) 3-0 Jóhann Helgi Hannesson (89.)Áhorfendur: Rúmlega 1000.Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7Skot (á mark): 5–8 (2-3)Varin skot: Srjdan 2 – 0 ÖgmundurHorn: 2-7Aukaspyrnur fengnar: 7-13Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira