Umfjöllun: Ráðalausir Framarar í vondum málum Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 3. ágúst 2011 18:15 Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs. Mynd/Pjetur Framarar eru í vondum málum eftir enn eitt tapið í Pepsi-deildinni. Þórsarar eru aftur á móti á góðu skriði og unnu öruggan 3-0 sigur í kvöld. Fyrri hálfleikur var fjörugur. Framarar áttu skot af löngu færi sem lenti ofan á slánni, þar var að verki Steven Lennon sem var nokkuð sprækur framan af. Framarar byrjuðu af krafti og virtust ætla að selja sig dýrt. En saga beggja í sumar kom svo í ljós. Gunnar Már skoraði frábært mark eftir góða sókn. Atli Sigurjónsson átti góða sendingu innfyrir, Gunnar var í línu við vörnina og kláraði færið vel. Framarar virtust slegnir yfir markinu og Þórsarar bættu í en bæði lið fengu aðeins hálffæri þar til Janes Vrenko bjargaði meistaralega á línu. Eftir fína sókn renndi hann sér fyrir skot Hólmberts. Sveinn Elías var svo nálægt því að skalla boltann í markteignum fyrir opnu marki en rétt missti af boltanum en Framarar voru meira með boltann. Þó var jafnræði með liðunum. Srjdan Rajkovic sýndi síðan hreint ótrúleg tilþrif undir lok hálfleiksins. Arnar sendi á Almarr sem var aleinn gegn markmanninum sem henti sér með tilþrifum í hornið og bjargaði meistaralega. Glæsilega gert og var fagnað í stúkunni sem Þórsarar hefðu skorað. Þetta var enda jafn mikilvægt, þvílíkt dauðafæri og gott fyrir Þór að fara inn í hálfleikinn með 1-0 forskot. Seinni hálfleikur var alls ekki jafn góður. Liðin voru ekki að spila vel. Hólmbert Friðjónsson átti skot rétt framhjá en annars var leikurinn rólegur og hægur. Framarar gerðu hvað þeir gátu en þá skortu hugmyndir á síðasta þriðjungi vallarins. Þórsarar kláruðu svo leikinn tólf mínútum fyrir leikslok. Jóhann Helgi vann boltann af harðfylgi, fann Gunnar Má sem skaut að marki, boltinn fór í varnarmann og barst til Sigurðar Marínó Kristjánssonar sem skoraði úr markteignum. Þór fékk annað dauðafæri en Framarar virtust ekkert ætla að vakna af þyrnirósarblundinum. Þeir voru mikið með boltann en komu sér bara ekki í nógu mörg góð færi. Almarr hefði brett miklu hefði hann skora rétt fyrir hlé. Jóhann Helgi rak síðasta naglann í kistu Fram með skoti sem fór í varnarmann og inn undir lok leiksins. Hann átti virkilega góða innkomu í leiknum. Þórsarar spiluðu ekki vel en unnu samt, góð merki fyrir þá. Gunnar var góður á miðjunni og Vrenko frábær í vörninni. Þá á markvarslan frá Rajko skilið að minnst sé á hann enn einu sinni fyrir markvörsluna undir lok fyrri hálfleiks. Framarar eru langneðstir en Þór er að komast upp í miðjubaráttuna í deildinni. Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.Þór 3-0 Fram 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (6.) 2-0 Sigurður Marínó Kristjánsson (79.) 3-0 Jóhann Helgi Hannesson (89.)Áhorfendur: Rúmlega 1000.Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7Skot (á mark): 5–8 (2-3)Varin skot: Srjdan 2 – 0 ÖgmundurHorn: 2-7Aukaspyrnur fengnar: 7-13Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira
Framarar eru í vondum málum eftir enn eitt tapið í Pepsi-deildinni. Þórsarar eru aftur á móti á góðu skriði og unnu öruggan 3-0 sigur í kvöld. Fyrri hálfleikur var fjörugur. Framarar áttu skot af löngu færi sem lenti ofan á slánni, þar var að verki Steven Lennon sem var nokkuð sprækur framan af. Framarar byrjuðu af krafti og virtust ætla að selja sig dýrt. En saga beggja í sumar kom svo í ljós. Gunnar Már skoraði frábært mark eftir góða sókn. Atli Sigurjónsson átti góða sendingu innfyrir, Gunnar var í línu við vörnina og kláraði færið vel. Framarar virtust slegnir yfir markinu og Þórsarar bættu í en bæði lið fengu aðeins hálffæri þar til Janes Vrenko bjargaði meistaralega á línu. Eftir fína sókn renndi hann sér fyrir skot Hólmberts. Sveinn Elías var svo nálægt því að skalla boltann í markteignum fyrir opnu marki en rétt missti af boltanum en Framarar voru meira með boltann. Þó var jafnræði með liðunum. Srjdan Rajkovic sýndi síðan hreint ótrúleg tilþrif undir lok hálfleiksins. Arnar sendi á Almarr sem var aleinn gegn markmanninum sem henti sér með tilþrifum í hornið og bjargaði meistaralega. Glæsilega gert og var fagnað í stúkunni sem Þórsarar hefðu skorað. Þetta var enda jafn mikilvægt, þvílíkt dauðafæri og gott fyrir Þór að fara inn í hálfleikinn með 1-0 forskot. Seinni hálfleikur var alls ekki jafn góður. Liðin voru ekki að spila vel. Hólmbert Friðjónsson átti skot rétt framhjá en annars var leikurinn rólegur og hægur. Framarar gerðu hvað þeir gátu en þá skortu hugmyndir á síðasta þriðjungi vallarins. Þórsarar kláruðu svo leikinn tólf mínútum fyrir leikslok. Jóhann Helgi vann boltann af harðfylgi, fann Gunnar Má sem skaut að marki, boltinn fór í varnarmann og barst til Sigurðar Marínó Kristjánssonar sem skoraði úr markteignum. Þór fékk annað dauðafæri en Framarar virtust ekkert ætla að vakna af þyrnirósarblundinum. Þeir voru mikið með boltann en komu sér bara ekki í nógu mörg góð færi. Almarr hefði brett miklu hefði hann skora rétt fyrir hlé. Jóhann Helgi rak síðasta naglann í kistu Fram með skoti sem fór í varnarmann og inn undir lok leiksins. Hann átti virkilega góða innkomu í leiknum. Þórsarar spiluðu ekki vel en unnu samt, góð merki fyrir þá. Gunnar var góður á miðjunni og Vrenko frábær í vörninni. Þá á markvarslan frá Rajko skilið að minnst sé á hann enn einu sinni fyrir markvörsluna undir lok fyrri hálfleiks. Framarar eru langneðstir en Þór er að komast upp í miðjubaráttuna í deildinni. Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.Þór 3-0 Fram 1-0 Gunnar Már Guðmundsson (6.) 2-0 Sigurður Marínó Kristjánsson (79.) 3-0 Jóhann Helgi Hannesson (89.)Áhorfendur: Rúmlega 1000.Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7Skot (á mark): 5–8 (2-3)Varin skot: Srjdan 2 – 0 ÖgmundurHorn: 2-7Aukaspyrnur fengnar: 7-13Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira