Umfjöllun: KR græddi á jafntefli í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson á Hásteinsvelli skrifar 7. ágúst 2011 13:27 Mynd/Anton ÍBV og Valur gerðu 1-1 jafntefli í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Það má segja að sigurvegarinn hafi verið KR því þessi töpuðu stig hjá næstu liðum í töflunni styrkja stöðu þeirra í toppsætinu. Bæði mörk leiksins komu eftir varnarmistök, Ian Jeffs kom ÍBV yfir á 21. mínútu en Jón Vilhelm Ákason jafnaði leikinn á 77. mínútu. Leikurinn fór vel af stað og bæði lið voru dugleg að pressa boltann hátt. Það var líka mikið um tæklingar og því nóg að gera hjá Valgeiri Valgeirssyni dómara sem leysti sitt verkefni vel. Valsmenn náðu fljótlega yfirhöndinni á miðjunni en sköpuðu þó ekki mikla hættu upp við mark Eyjamanna. Eyjamenn komust yfir á 21. mínútu gegn gangi leiksins, aðeins mínútu eftir að Heimir Hallgrímsson færði Þórarinn Inga af miðjunnni og í stöðu fremsta manns. Þórarinn var fljótur að láta til sín taka þegar hann nýtti sér klaufaskap Haraldar Björnssonar markvarðar sem ætlaði að sóla hann milli vítateigs og hliðarlínu. Þórarinn vann boltann af honum, Tryggvi Guðmundsson kom honum á Ian Jeffs sem sendi hann, utan teigs, í háum boga í tómt markið. Valsmenn voru í smá tíma að jafna sig á þessarri gjöf en þegar leið á hálfleikinn voru þeir komnir með öll tök á leiknum. Það vantaði þó bit í sóknarleik Valsmanna á síðasta þriðjunginum en langbesta færið fékk Christian R. Mouritsen á 43. mínútu eftir flottan undirbúning Matthíasar Guðmundssonar. Albert Sævarsson gerði hinsvegar mjög vel í að verja. Hálfleikurinn nægði Eyjamönnum ekki til að rífa upp sinn leik. Valsmenn voru með öll tök á miðjunni og Eyjaliðið datt alltaf neðar og neðar. Jöfnunarmarkið lá í loftinu allan hálfleikinn en það kom þó ekki fyrr en á 77. mínútu og það eftir að Kelvin Mellor tapaði boltanum með lélegri sendingu úr öftustu línu. Jón Vilhelm Ákason var fljótur að átta sig fór í þríhyrningaspil við Hörð Sveinsson og lyfti honum síðan laglega yfir Albert í markinu. Valsmenn sóttu mikið eftir markið en náðu ekki að tryggja sér sigurinn auk þess sem að Eyjamenn áttu fínar sóknir í uppbótartíma og hefðu því getað stolið sigrinum.ÍBV - Valur 1-1Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Skot (á mark): 9-20 (4-8)Varin skot: Albert 7 - Haraldur 3Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 10-11Rangstöður: 1-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
ÍBV og Valur gerðu 1-1 jafntefli í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Það má segja að sigurvegarinn hafi verið KR því þessi töpuðu stig hjá næstu liðum í töflunni styrkja stöðu þeirra í toppsætinu. Bæði mörk leiksins komu eftir varnarmistök, Ian Jeffs kom ÍBV yfir á 21. mínútu en Jón Vilhelm Ákason jafnaði leikinn á 77. mínútu. Leikurinn fór vel af stað og bæði lið voru dugleg að pressa boltann hátt. Það var líka mikið um tæklingar og því nóg að gera hjá Valgeiri Valgeirssyni dómara sem leysti sitt verkefni vel. Valsmenn náðu fljótlega yfirhöndinni á miðjunni en sköpuðu þó ekki mikla hættu upp við mark Eyjamanna. Eyjamenn komust yfir á 21. mínútu gegn gangi leiksins, aðeins mínútu eftir að Heimir Hallgrímsson færði Þórarinn Inga af miðjunnni og í stöðu fremsta manns. Þórarinn var fljótur að láta til sín taka þegar hann nýtti sér klaufaskap Haraldar Björnssonar markvarðar sem ætlaði að sóla hann milli vítateigs og hliðarlínu. Þórarinn vann boltann af honum, Tryggvi Guðmundsson kom honum á Ian Jeffs sem sendi hann, utan teigs, í háum boga í tómt markið. Valsmenn voru í smá tíma að jafna sig á þessarri gjöf en þegar leið á hálfleikinn voru þeir komnir með öll tök á leiknum. Það vantaði þó bit í sóknarleik Valsmanna á síðasta þriðjunginum en langbesta færið fékk Christian R. Mouritsen á 43. mínútu eftir flottan undirbúning Matthíasar Guðmundssonar. Albert Sævarsson gerði hinsvegar mjög vel í að verja. Hálfleikurinn nægði Eyjamönnum ekki til að rífa upp sinn leik. Valsmenn voru með öll tök á miðjunni og Eyjaliðið datt alltaf neðar og neðar. Jöfnunarmarkið lá í loftinu allan hálfleikinn en það kom þó ekki fyrr en á 77. mínútu og það eftir að Kelvin Mellor tapaði boltanum með lélegri sendingu úr öftustu línu. Jón Vilhelm Ákason var fljótur að átta sig fór í þríhyrningaspil við Hörð Sveinsson og lyfti honum síðan laglega yfir Albert í markinu. Valsmenn sóttu mikið eftir markið en náðu ekki að tryggja sér sigurinn auk þess sem að Eyjamenn áttu fínar sóknir í uppbótartíma og hefðu því getað stolið sigrinum.ÍBV - Valur 1-1Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Skot (á mark): 9-20 (4-8)Varin skot: Albert 7 - Haraldur 3Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 10-11Rangstöður: 1-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira