Umfjöllun: Óskar bjargaði Grindavík Ari Erlingsson á Grindavíkurvelli skrifar 7. ágúst 2011 13:52 Mynd/Stefán Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í blíðunni á Grindavíkurvelli. Heimamenn voru fyrir leikinn í 10 sæti með 12 stig en Blikar sæti ofar með fimmtán stig. Það var því vona á hörkuleik milli þeirra tveggja liða sem höfðu fengið flest mörk á sig í deildinni. Mörkin voru þó ekki mörg í kvöld. Eitt hjá hvoru liði og niðurstaðan því jafntefli. Blikarnir fengu óskabyrjun í leiknum þegar Kristinn Jónsson skoraði úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Glæsilegt mark hjá Kristni og eflaust eitt af mörkum sumarsins. Grindvíkingar voru arfaslakir í fyrri hálfleik og ógnuðu lítið sem ekkert marki Blika og í raun ótrúlegt að Íslandsmeistararnir hafi ekki refsað þeim enn frekar. Þeir komust nokkrum sinnum nærri og var Kristinn Steindórsson til að mynda óheppinn þegar skot hans úr aukaspyrnu hafnaði í stönginni. Grindvíkingar voru eins og áður er getið arfaslakir og áttu einungis eitt skot að marki allan fyrri hálfleikinn. Ólafur Bjarnason þjálfari Grindvíkinga hefur líklegast gargað hressilega á sína menn í leikhlénu. Hauki Inga Guðnasyni var skipt inn á og það virtist hleypa lífi í heimamenn. Þeir gulklæddu sýndu betri sóknartilþrif og tilþrifin voru svo sannarlega glæsileg á 58. mínútu þegar Scott Ramsay hamraði boltann í markið á frá fjærstöng eftir frábæra sendingu frá Alexander Magnússyni. Við markið færðist meira líf í leikinn og liðin sóttu til skiptis. Rafn Andri fékk dauðafæri auk þess sem Dylan Mcallister átti nokkra hættulega skalla að marki. Grindvíkingar áttu líka sín færi og það besta fékk Haukur Ingi Guðnason þegar hann virtist vera búinn að snúa Kára Ársælsson af sér inn í teig en Kári togaði í Hauk. Kristinn Jakobsson dómari dæmdi ekkert og voru Grindvíkingar virkilega ósáttir með þá ákvörðun. Undir lokinn fékk Rafn Andri sitt annað dauðfæri í leiknum en Óskar varði stórkostlega. Lokatölur 1-1. Ekki besti knattspyrnuleikur sumarsins en hann var spennandi og á köflum skemmtilegur. Óskar Pétursson var besti maður heimamanna ásamt Scott Ramsay. Ramsay hefur líklegast oft verið í betra líkamlegu formi en samt sem áður spilaði hann virkilega vel í kvöld og það var synd að meðspilarar hans skyldu oft ekki fylgja honum betur með þegar gerði sig líklegan til þess að skapa eitthvað fram á við. Hjá gestunum bar Kristinn Jónsson af. Dylan Macallister var einnig frískur í framherjastöðunni en því miður fyrir Blika kom lítið sem ekkert úr Kristni Steindórssyni og til þess að sóknarleikur Blika virki almennilega þarf að virkja hann.Grindavík – Breiðablik 1-1 0-1 Kristinn Jónsson (10.) 1-1 Scott Ramsay (58.)Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Skot (á mark): 5–14 (2-6)Varin skot: Óskar 5 – Ingvar 1Hornspyrnur: 3–4Aukaspyrnur fengnar: 13–11Rangstöður: 4–1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í blíðunni á Grindavíkurvelli. Heimamenn voru fyrir leikinn í 10 sæti með 12 stig en Blikar sæti ofar með fimmtán stig. Það var því vona á hörkuleik milli þeirra tveggja liða sem höfðu fengið flest mörk á sig í deildinni. Mörkin voru þó ekki mörg í kvöld. Eitt hjá hvoru liði og niðurstaðan því jafntefli. Blikarnir fengu óskabyrjun í leiknum þegar Kristinn Jónsson skoraði úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Glæsilegt mark hjá Kristni og eflaust eitt af mörkum sumarsins. Grindvíkingar voru arfaslakir í fyrri hálfleik og ógnuðu lítið sem ekkert marki Blika og í raun ótrúlegt að Íslandsmeistararnir hafi ekki refsað þeim enn frekar. Þeir komust nokkrum sinnum nærri og var Kristinn Steindórsson til að mynda óheppinn þegar skot hans úr aukaspyrnu hafnaði í stönginni. Grindvíkingar voru eins og áður er getið arfaslakir og áttu einungis eitt skot að marki allan fyrri hálfleikinn. Ólafur Bjarnason þjálfari Grindvíkinga hefur líklegast gargað hressilega á sína menn í leikhlénu. Hauki Inga Guðnasyni var skipt inn á og það virtist hleypa lífi í heimamenn. Þeir gulklæddu sýndu betri sóknartilþrif og tilþrifin voru svo sannarlega glæsileg á 58. mínútu þegar Scott Ramsay hamraði boltann í markið á frá fjærstöng eftir frábæra sendingu frá Alexander Magnússyni. Við markið færðist meira líf í leikinn og liðin sóttu til skiptis. Rafn Andri fékk dauðafæri auk þess sem Dylan Mcallister átti nokkra hættulega skalla að marki. Grindvíkingar áttu líka sín færi og það besta fékk Haukur Ingi Guðnason þegar hann virtist vera búinn að snúa Kára Ársælsson af sér inn í teig en Kári togaði í Hauk. Kristinn Jakobsson dómari dæmdi ekkert og voru Grindvíkingar virkilega ósáttir með þá ákvörðun. Undir lokinn fékk Rafn Andri sitt annað dauðfæri í leiknum en Óskar varði stórkostlega. Lokatölur 1-1. Ekki besti knattspyrnuleikur sumarsins en hann var spennandi og á köflum skemmtilegur. Óskar Pétursson var besti maður heimamanna ásamt Scott Ramsay. Ramsay hefur líklegast oft verið í betra líkamlegu formi en samt sem áður spilaði hann virkilega vel í kvöld og það var synd að meðspilarar hans skyldu oft ekki fylgja honum betur með þegar gerði sig líklegan til þess að skapa eitthvað fram á við. Hjá gestunum bar Kristinn Jónsson af. Dylan Macallister var einnig frískur í framherjastöðunni en því miður fyrir Blika kom lítið sem ekkert úr Kristni Steindórssyni og til þess að sóknarleikur Blika virki almennilega þarf að virkja hann.Grindavík – Breiðablik 1-1 0-1 Kristinn Jónsson (10.) 1-1 Scott Ramsay (58.)Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Skot (á mark): 5–14 (2-6)Varin skot: Óskar 5 – Ingvar 1Hornspyrnur: 3–4Aukaspyrnur fengnar: 13–11Rangstöður: 4–1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira