Íslenski boltinn

Fimm stjörnu Stjörnumenn - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjarnan vann í gær 5-1 sigur á Þór þrátt fyrir að hafa leikið manni færri í rúman hálfleik. Garðar Jóhannsson skoraði þrennu.

Baldvin Sturluson fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks en staðan var þá 2-1 fyrir Stjörnuna.

Í stað þess að pakka í vörn og vona það besta skoruðu Stjörnumenn þrjú mörk í seinni hálfleik og léku á als oddi.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og tók þessar myndir.

Halldór Orri Björnsson fagnar í gær.Mynd/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×