Enski boltinn

Carragher: Liverpool fellur aldrei úr úrvalsdeildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Carragher var í sigurliði Liverpool í Meistaradeild Evrópu árið 2005.
Carragher var í sigurliði Liverpool í Meistaradeild Evrópu árið 2005. Nordic Photos/Getty
Jamie Carragher leikmaður Liverpool segir bestu leiðina til þess að koma í veg fyrir að Manchester United vinni fleiri úrvalsdeildartitla sé að Liverpool vinni titilinn sjálft.

Hann segir það sama uppi á teningnum þegar kemur að Meistaradeild Evrópu.

„Ég vil ekki sitja hérna eftir tíu ár og ræða þá staðreynd að United hafi unnið fleiri Meistaradeildartitla en við. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir það er að komast aftur í Meistaradeildina og vinna hana," segir Carragher.

Carragher segir allt of langt síðan Liverpool vann titil en það megi ekki vera það eina sem hugsað sé um. United hafi einnig farið í gegnum þurrkatíð.

„Voru það ekki 26 ár? Við gerum hvað við getum til þess að slá ekki það met! Ég held að United hafi fallið á þessu tímabili. Ég held að það komi aldrei fyrir Liverpool. Þú mátt vitna í mig hvað það varðar. Ég gef ekki upp vonina eða trúna en ég er nógu raunsær til þess að átta mig á því að tíminn sem ég hef til að vinna titilinn er að renna út."

Carragher sem er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Liverpool segist þó sáttur við feril sinn. Það mikilvægasta sé þó ekki Jamie Carragher heldur knattspyrnufélagið Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×