Enski boltinn

Cleverley í enska landsliðið - Carrick og Wilshere meiddir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cleverley fagnar sigurmarki Nani gegn Manchester City á Wembley í gær.
Cleverley fagnar sigurmarki Nani gegn Manchester City á Wembley í gær. Nordic Photos/Getty
Tom Cleverley hefur verið valinn í enska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Hollandi í æfingaleik á miðvikudagskvöld. Jack Wilshere og Michael Carrick hafa báðir þurft að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla.

Cleverley kom inná í hálfleik fyrir Carrick í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær. Hann átti sinn þátt í því að United vann leikinn 3-2 eftir að hafa verið undir 0-2 í hálfleik.

Ekki var reiknað með því að Carrick spilaði leikinn í gær vegna meiðsla sem hann hlaut í heiðursleik Edwin van der Sar í Amsterdam í síðustu viku.

Cleverley, sem var á láni hjá Wigan á síðustu leiktíð, er ekki eina ungstirnið hjá United í landsliðshópnum. Danny Welbeck var valinn í stað Darren Bent sem er meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×