Enski boltinn

Michael Ball til liðs við Sven Göran hjá Leicester

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Michael Ball í baráttu við Wayne Rooney.
Michael Ball í baráttu við Wayne Rooney. Nordic Photos/Getty
Vinstri bakvörðurinn Michael Ball hefur skrifað undir eins árs samning við Leicester City. Ball, sem hefur verið samningslaus frá 2009, æfði með Leicester á undirbúningstímabilinu og þótti standa sig það vel að honum var boðinn samningur.

Ball, sem er 31 árs, spilaði síðast með Manchester City þar til samningur hans rann út árið 2009. Hann spilaði meðal annars undir stjórn Sven Göran Erikson sem stýrði liðinu tímabilið 2007-2008.

Nokkuð er um kunnugleg nöfn í leikmannahópi Leicester. Paul Konchesky kom nýverið frá Liverpool og þá er Michael Johnson kominn að láni frá Manchester City. Þá er Darius Vassell kominn með samkeppni í framlínuna því David Nugent er klár í slaginn.

Ball, líkt og Nugent hefur spilað einn landsleik fyrir England. Hann komst í fréttirnar árið 2008 fyrir að stíga á Cristiano Ronaldo í eldheitum grannaslag Manchester-félganna. Atvikið má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×