Enski boltinn

Barton æfir með aðalliði Newcastle á nýjan leik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Barton hefur verið duglegur að koma sér í vandræði undanfarin ár.
Barton hefur verið duglegur að koma sér í vandræði undanfarin ár. Nordic Photos/AFP
Joey Barton miðvallarleikmaður Newcastle United æfði með aðalliði félagsins á nýjan leik í gær. Barton, sem hefur fengið grænt ljós á frjálsa sölu frá félaginu, æfði einn í síðustu viku en óánægju gætti hjá stjórnarmönnum Newcastle vegna framkomu hans á Twitter.

Umboðsmaður Barton, Willie McKay, líkti ákvörðun stjórnarmanna Newcastle við sjálfsmorð.

„Ég hef ekkert á móti Mike Ashley (eiganda Newcastle), Derek Llambias (framkvæmdarstjóra) eða öðrum sem reka félagið. Þeir geta gert það sem þeir vilja en ég tel þá hafa framið sjálfsmorð hvað þetta mál varðar,“ sagði McKay um ákvörðunina að setja Barton á sölulista.

McKay segir fjölmörg félög hafa sýnt Barton áhuga og að hann yrði ekki í vandræðum með að finna nýtt félag.

„Enginn umboðsmaður hefur það betra en ég í félagaskiptaglugganum,“ sagið McKay.

Hægt er að skoða Twitter-síðu Joey Barton hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×