Enski boltinn

Óvíst hvort leikir í ensku úrvalsdeildinni í Lundúnum fari fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óvíst er hvort Modric og félagar í Tottenham geti leikið gegn Everton á laugardaginn.
Óvíst er hvort Modric og félagar í Tottenham geti leikið gegn Everton á laugardaginn. Nordic Photos/AFP
Upphaf ensku úrvalsdeildarinnar um helgina er í óvissu vegna óeirðanna í Lundúnum undanfarna daga. Lögregluyfirvöld munu taka ákvörðun um hvort leikirnir fari fram. Það sem ræður úrslitum er hvort lögreglan telji sig hafa nægan mannskap til þess að standa vörð á leikjunum.

Þrír leikir eru fyrirhugaðir í Lundúnum á laugardag. Tottenham tekur á móti Everton, Queen Park Rangers mætir Bolton og Fulham tekur á móti Aston Villa. Tottenham-hverfið var vettvangur óeirðanna á laugardagskvöld.

Þremur leikjum í enska deildabikarnum í knattspyrnu sem fara áttu fram í Lundúnum í kvöld hefur verið frestað. Þá hefur æfingaleikur Englands og Hollands sem leika átti á Wembley annað kvöld verið blásinn af.

Enska úrvalsdeildin fylgist skiljanlega grannt með gangi mála og er í stöðugu sambandi við félögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×