Enski boltinn

Skilaboð Arsenal til Man. City: Nasri er ykkar fyrir 22 milljónir punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri. Mynd/Nordic Photos/Getty
Frakkinn Samir Nasri er líklega á leiðinni til Manchester City eftir að Arsenal gaf það út að Manchester City geti keypt hann á 22 milljónir punda. Daily Mail segir að viðræður félaganna gangi hratt fyrir sig.

Samir Nasri á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Lundúnarliðið. Forráðamenn Arsenal hafa nú gefið upp alla von um að sannfæra Nasri um að vera áfram hjá félaginu.

Arsenal bauð Nasri nýjan og betri samning þar sem hann átti að fá 90 þúsund pund í vikulaun en það er talið að City geti boðið honum tvöfalt hærri laun sem myndi þýða að hann væri að fá rúmlega 33 milljónir íslenskra króna í laun á viku.

Manchester City var búið að bjóða fimmtán milljónir punda í Nasri en þarf nú að hækka sig um sjö milljónir punda til að krækja í Frakkann snjalla. Það þykir mikið að borga svo mikið fyrir mann sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum en City hefur hingað til ekki átt í miklum vandræðum með að eyða stórum peningaupphæðum í nýja leikmenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×