Umfjöllun: Engin framför andlausra Víkinga Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 24. júlí 2011 16:00 "Þú verður rekinn á morgun," sungu kampakátir stuðningsmenn Þórs um nýráðinn þjálfara Víkings fyrir norðan í dag. Staðan þá var 3-0 en lokatölur voru 6-1 fyrir Þór. Þetta voru sanngörn úrslit en þjálfari Víkinga, Bjarnólfur Lárusson, á erfitt verkefni fyrir höndum. Flott jakkaföt hans voru hápunktur dagins fyrir gestina. Andleysi Víkinga var algjört alveg frá fyrstu mínútu. Það var ótrúlegt að sjá liðið, með nýjan þjálfara í brúnni, berjast ekki almennilega. Menn höfðu of lítinn áhuga á að sýna sig fyrir nýja þjálfaranum. Þórsarar börðust grimmilega og uppskáru sanngjarna forystu eftir rúmar tíu mínútur. Eftir sendingu frá vinstri kanti skölluðu Víkingar frá. Sá skalli var ömurlegur, beint út á miðja vítateislínuna þar sem Ármann Pétur kom aðvífandi og skallaði boltann í netið af löngu færi. Magnús Þormar fór út í fyrirgjöfina og misreiknaði sig illa. Þórsarar voru á tánum en Víkingar heillum horfnir. Allir varamenn liðsins voru sendir til að hita upp eftir aðeins 20 mínútur og Tómas Ingi aðstoðarþjálfari sá nóg úr stúkunni eftir 25 mínútur og fór með langan lista af minnispunktum niður á varamannabekkinn. David Disztl skoraði tvö mörk með stuttu millibili og Þórsarar leiddu 3-0 í hálfleik. Fyrst skoraði hann með fínum skalla og svo með góðu skoti eftir slæm varnarmistök. Engar breytingar voru gerðar á liði Víkings í hálfleik, sem var athyglisvert miðað við hversu lélegt liðið var. Víkingar minnkuðu þó muninn í upphafi hálfleiksins. Ingi Freyr missti boltann illa á miðjunni, Víkingar brunuðu upp og Viktor Jónsson skoraði fínt mark úr teignum. Víkingar héldu eflaust að þetta mark myndi blása lífi í sína menn, en nei. Þórsarar skoruðu aftur, Sveinn Elías af stuttu færi eftir horn, og lítið breyttist hjá Víkingum. Markið drap nánast leikinn. Þórsarar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og niðurlægðu Víkinga algjörlega. Clark Keltie skoraði úr víti sem Sigurður Marínó fiskaði og hann sendi svo fyrir á Ragnar Hauksson sem skoraði fínt mark af fjærstönginni. Þór er nú sjö stigum á undan Víkingum sem eru þar með skildir eftir á botninum, með Fram. Framundan er erfið barátta nýs þjálfara við leikmannahóp sem virðist ekkert vita hvað hann á að gera. Sannarlega ærið verkefni. Þórsarar litu vel út og með svona frammistöðum eru þeir ekki að fara neitt nema upp í töflunni.Þór 6-1 Víkingur 1-0 Ármann Pétur Ævarsson (11.) 2-0 David Disztl (36.) 2-0 David Disztl (38.) 3-1 Viktor Jónson (46.) 4-1 Sveinn Elías Jónsson (53.) 5-1 Clark Keltie (90.+3) 6-1 Ragnar Hauksson (90.+4)Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 7Skot (á mark): 12–3 (7-1)Varin skot: Srjdan 0 – 3 MagnúsHorn: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 5-4 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
"Þú verður rekinn á morgun," sungu kampakátir stuðningsmenn Þórs um nýráðinn þjálfara Víkings fyrir norðan í dag. Staðan þá var 3-0 en lokatölur voru 6-1 fyrir Þór. Þetta voru sanngörn úrslit en þjálfari Víkinga, Bjarnólfur Lárusson, á erfitt verkefni fyrir höndum. Flott jakkaföt hans voru hápunktur dagins fyrir gestina. Andleysi Víkinga var algjört alveg frá fyrstu mínútu. Það var ótrúlegt að sjá liðið, með nýjan þjálfara í brúnni, berjast ekki almennilega. Menn höfðu of lítinn áhuga á að sýna sig fyrir nýja þjálfaranum. Þórsarar börðust grimmilega og uppskáru sanngjarna forystu eftir rúmar tíu mínútur. Eftir sendingu frá vinstri kanti skölluðu Víkingar frá. Sá skalli var ömurlegur, beint út á miðja vítateislínuna þar sem Ármann Pétur kom aðvífandi og skallaði boltann í netið af löngu færi. Magnús Þormar fór út í fyrirgjöfina og misreiknaði sig illa. Þórsarar voru á tánum en Víkingar heillum horfnir. Allir varamenn liðsins voru sendir til að hita upp eftir aðeins 20 mínútur og Tómas Ingi aðstoðarþjálfari sá nóg úr stúkunni eftir 25 mínútur og fór með langan lista af minnispunktum niður á varamannabekkinn. David Disztl skoraði tvö mörk með stuttu millibili og Þórsarar leiddu 3-0 í hálfleik. Fyrst skoraði hann með fínum skalla og svo með góðu skoti eftir slæm varnarmistök. Engar breytingar voru gerðar á liði Víkings í hálfleik, sem var athyglisvert miðað við hversu lélegt liðið var. Víkingar minnkuðu þó muninn í upphafi hálfleiksins. Ingi Freyr missti boltann illa á miðjunni, Víkingar brunuðu upp og Viktor Jónsson skoraði fínt mark úr teignum. Víkingar héldu eflaust að þetta mark myndi blása lífi í sína menn, en nei. Þórsarar skoruðu aftur, Sveinn Elías af stuttu færi eftir horn, og lítið breyttist hjá Víkingum. Markið drap nánast leikinn. Þórsarar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og niðurlægðu Víkinga algjörlega. Clark Keltie skoraði úr víti sem Sigurður Marínó fiskaði og hann sendi svo fyrir á Ragnar Hauksson sem skoraði fínt mark af fjærstönginni. Þór er nú sjö stigum á undan Víkingum sem eru þar með skildir eftir á botninum, með Fram. Framundan er erfið barátta nýs þjálfara við leikmannahóp sem virðist ekkert vita hvað hann á að gera. Sannarlega ærið verkefni. Þórsarar litu vel út og með svona frammistöðum eru þeir ekki að fara neitt nema upp í töflunni.Þór 6-1 Víkingur 1-0 Ármann Pétur Ævarsson (11.) 2-0 David Disztl (36.) 2-0 David Disztl (38.) 3-1 Viktor Jónson (46.) 4-1 Sveinn Elías Jónsson (53.) 5-1 Clark Keltie (90.+3) 6-1 Ragnar Hauksson (90.+4)Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 7Skot (á mark): 12–3 (7-1)Varin skot: Srjdan 0 – 3 MagnúsHorn: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 5-4 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira