Umfjöllun: Engin framför andlausra Víkinga Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 24. júlí 2011 16:00 "Þú verður rekinn á morgun," sungu kampakátir stuðningsmenn Þórs um nýráðinn þjálfara Víkings fyrir norðan í dag. Staðan þá var 3-0 en lokatölur voru 6-1 fyrir Þór. Þetta voru sanngörn úrslit en þjálfari Víkinga, Bjarnólfur Lárusson, á erfitt verkefni fyrir höndum. Flott jakkaföt hans voru hápunktur dagins fyrir gestina. Andleysi Víkinga var algjört alveg frá fyrstu mínútu. Það var ótrúlegt að sjá liðið, með nýjan þjálfara í brúnni, berjast ekki almennilega. Menn höfðu of lítinn áhuga á að sýna sig fyrir nýja þjálfaranum. Þórsarar börðust grimmilega og uppskáru sanngjarna forystu eftir rúmar tíu mínútur. Eftir sendingu frá vinstri kanti skölluðu Víkingar frá. Sá skalli var ömurlegur, beint út á miðja vítateislínuna þar sem Ármann Pétur kom aðvífandi og skallaði boltann í netið af löngu færi. Magnús Þormar fór út í fyrirgjöfina og misreiknaði sig illa. Þórsarar voru á tánum en Víkingar heillum horfnir. Allir varamenn liðsins voru sendir til að hita upp eftir aðeins 20 mínútur og Tómas Ingi aðstoðarþjálfari sá nóg úr stúkunni eftir 25 mínútur og fór með langan lista af minnispunktum niður á varamannabekkinn. David Disztl skoraði tvö mörk með stuttu millibili og Þórsarar leiddu 3-0 í hálfleik. Fyrst skoraði hann með fínum skalla og svo með góðu skoti eftir slæm varnarmistök. Engar breytingar voru gerðar á liði Víkings í hálfleik, sem var athyglisvert miðað við hversu lélegt liðið var. Víkingar minnkuðu þó muninn í upphafi hálfleiksins. Ingi Freyr missti boltann illa á miðjunni, Víkingar brunuðu upp og Viktor Jónsson skoraði fínt mark úr teignum. Víkingar héldu eflaust að þetta mark myndi blása lífi í sína menn, en nei. Þórsarar skoruðu aftur, Sveinn Elías af stuttu færi eftir horn, og lítið breyttist hjá Víkingum. Markið drap nánast leikinn. Þórsarar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og niðurlægðu Víkinga algjörlega. Clark Keltie skoraði úr víti sem Sigurður Marínó fiskaði og hann sendi svo fyrir á Ragnar Hauksson sem skoraði fínt mark af fjærstönginni. Þór er nú sjö stigum á undan Víkingum sem eru þar með skildir eftir á botninum, með Fram. Framundan er erfið barátta nýs þjálfara við leikmannahóp sem virðist ekkert vita hvað hann á að gera. Sannarlega ærið verkefni. Þórsarar litu vel út og með svona frammistöðum eru þeir ekki að fara neitt nema upp í töflunni.Þór 6-1 Víkingur 1-0 Ármann Pétur Ævarsson (11.) 2-0 David Disztl (36.) 2-0 David Disztl (38.) 3-1 Viktor Jónson (46.) 4-1 Sveinn Elías Jónsson (53.) 5-1 Clark Keltie (90.+3) 6-1 Ragnar Hauksson (90.+4)Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 7Skot (á mark): 12–3 (7-1)Varin skot: Srjdan 0 – 3 MagnúsHorn: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 5-4 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
"Þú verður rekinn á morgun," sungu kampakátir stuðningsmenn Þórs um nýráðinn þjálfara Víkings fyrir norðan í dag. Staðan þá var 3-0 en lokatölur voru 6-1 fyrir Þór. Þetta voru sanngörn úrslit en þjálfari Víkinga, Bjarnólfur Lárusson, á erfitt verkefni fyrir höndum. Flott jakkaföt hans voru hápunktur dagins fyrir gestina. Andleysi Víkinga var algjört alveg frá fyrstu mínútu. Það var ótrúlegt að sjá liðið, með nýjan þjálfara í brúnni, berjast ekki almennilega. Menn höfðu of lítinn áhuga á að sýna sig fyrir nýja þjálfaranum. Þórsarar börðust grimmilega og uppskáru sanngjarna forystu eftir rúmar tíu mínútur. Eftir sendingu frá vinstri kanti skölluðu Víkingar frá. Sá skalli var ömurlegur, beint út á miðja vítateislínuna þar sem Ármann Pétur kom aðvífandi og skallaði boltann í netið af löngu færi. Magnús Þormar fór út í fyrirgjöfina og misreiknaði sig illa. Þórsarar voru á tánum en Víkingar heillum horfnir. Allir varamenn liðsins voru sendir til að hita upp eftir aðeins 20 mínútur og Tómas Ingi aðstoðarþjálfari sá nóg úr stúkunni eftir 25 mínútur og fór með langan lista af minnispunktum niður á varamannabekkinn. David Disztl skoraði tvö mörk með stuttu millibili og Þórsarar leiddu 3-0 í hálfleik. Fyrst skoraði hann með fínum skalla og svo með góðu skoti eftir slæm varnarmistök. Engar breytingar voru gerðar á liði Víkings í hálfleik, sem var athyglisvert miðað við hversu lélegt liðið var. Víkingar minnkuðu þó muninn í upphafi hálfleiksins. Ingi Freyr missti boltann illa á miðjunni, Víkingar brunuðu upp og Viktor Jónsson skoraði fínt mark úr teignum. Víkingar héldu eflaust að þetta mark myndi blása lífi í sína menn, en nei. Þórsarar skoruðu aftur, Sveinn Elías af stuttu færi eftir horn, og lítið breyttist hjá Víkingum. Markið drap nánast leikinn. Þórsarar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og niðurlægðu Víkinga algjörlega. Clark Keltie skoraði úr víti sem Sigurður Marínó fiskaði og hann sendi svo fyrir á Ragnar Hauksson sem skoraði fínt mark af fjærstönginni. Þór er nú sjö stigum á undan Víkingum sem eru þar með skildir eftir á botninum, með Fram. Framundan er erfið barátta nýs þjálfara við leikmannahóp sem virðist ekkert vita hvað hann á að gera. Sannarlega ærið verkefni. Þórsarar litu vel út og með svona frammistöðum eru þeir ekki að fara neitt nema upp í töflunni.Þór 6-1 Víkingur 1-0 Ármann Pétur Ævarsson (11.) 2-0 David Disztl (36.) 2-0 David Disztl (38.) 3-1 Viktor Jónson (46.) 4-1 Sveinn Elías Jónsson (53.) 5-1 Clark Keltie (90.+3) 6-1 Ragnar Hauksson (90.+4)Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 7Skot (á mark): 12–3 (7-1)Varin skot: Srjdan 0 – 3 MagnúsHorn: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 5-4 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira