Umfjöllun: Engin framför andlausra Víkinga Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 24. júlí 2011 16:00 "Þú verður rekinn á morgun," sungu kampakátir stuðningsmenn Þórs um nýráðinn þjálfara Víkings fyrir norðan í dag. Staðan þá var 3-0 en lokatölur voru 6-1 fyrir Þór. Þetta voru sanngörn úrslit en þjálfari Víkinga, Bjarnólfur Lárusson, á erfitt verkefni fyrir höndum. Flott jakkaföt hans voru hápunktur dagins fyrir gestina. Andleysi Víkinga var algjört alveg frá fyrstu mínútu. Það var ótrúlegt að sjá liðið, með nýjan þjálfara í brúnni, berjast ekki almennilega. Menn höfðu of lítinn áhuga á að sýna sig fyrir nýja þjálfaranum. Þórsarar börðust grimmilega og uppskáru sanngjarna forystu eftir rúmar tíu mínútur. Eftir sendingu frá vinstri kanti skölluðu Víkingar frá. Sá skalli var ömurlegur, beint út á miðja vítateislínuna þar sem Ármann Pétur kom aðvífandi og skallaði boltann í netið af löngu færi. Magnús Þormar fór út í fyrirgjöfina og misreiknaði sig illa. Þórsarar voru á tánum en Víkingar heillum horfnir. Allir varamenn liðsins voru sendir til að hita upp eftir aðeins 20 mínútur og Tómas Ingi aðstoðarþjálfari sá nóg úr stúkunni eftir 25 mínútur og fór með langan lista af minnispunktum niður á varamannabekkinn. David Disztl skoraði tvö mörk með stuttu millibili og Þórsarar leiddu 3-0 í hálfleik. Fyrst skoraði hann með fínum skalla og svo með góðu skoti eftir slæm varnarmistök. Engar breytingar voru gerðar á liði Víkings í hálfleik, sem var athyglisvert miðað við hversu lélegt liðið var. Víkingar minnkuðu þó muninn í upphafi hálfleiksins. Ingi Freyr missti boltann illa á miðjunni, Víkingar brunuðu upp og Viktor Jónsson skoraði fínt mark úr teignum. Víkingar héldu eflaust að þetta mark myndi blása lífi í sína menn, en nei. Þórsarar skoruðu aftur, Sveinn Elías af stuttu færi eftir horn, og lítið breyttist hjá Víkingum. Markið drap nánast leikinn. Þórsarar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og niðurlægðu Víkinga algjörlega. Clark Keltie skoraði úr víti sem Sigurður Marínó fiskaði og hann sendi svo fyrir á Ragnar Hauksson sem skoraði fínt mark af fjærstönginni. Þór er nú sjö stigum á undan Víkingum sem eru þar með skildir eftir á botninum, með Fram. Framundan er erfið barátta nýs þjálfara við leikmannahóp sem virðist ekkert vita hvað hann á að gera. Sannarlega ærið verkefni. Þórsarar litu vel út og með svona frammistöðum eru þeir ekki að fara neitt nema upp í töflunni.Þór 6-1 Víkingur 1-0 Ármann Pétur Ævarsson (11.) 2-0 David Disztl (36.) 2-0 David Disztl (38.) 3-1 Viktor Jónson (46.) 4-1 Sveinn Elías Jónsson (53.) 5-1 Clark Keltie (90.+3) 6-1 Ragnar Hauksson (90.+4)Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 7Skot (á mark): 12–3 (7-1)Varin skot: Srjdan 0 – 3 MagnúsHorn: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 5-4 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
"Þú verður rekinn á morgun," sungu kampakátir stuðningsmenn Þórs um nýráðinn þjálfara Víkings fyrir norðan í dag. Staðan þá var 3-0 en lokatölur voru 6-1 fyrir Þór. Þetta voru sanngörn úrslit en þjálfari Víkinga, Bjarnólfur Lárusson, á erfitt verkefni fyrir höndum. Flott jakkaföt hans voru hápunktur dagins fyrir gestina. Andleysi Víkinga var algjört alveg frá fyrstu mínútu. Það var ótrúlegt að sjá liðið, með nýjan þjálfara í brúnni, berjast ekki almennilega. Menn höfðu of lítinn áhuga á að sýna sig fyrir nýja þjálfaranum. Þórsarar börðust grimmilega og uppskáru sanngjarna forystu eftir rúmar tíu mínútur. Eftir sendingu frá vinstri kanti skölluðu Víkingar frá. Sá skalli var ömurlegur, beint út á miðja vítateislínuna þar sem Ármann Pétur kom aðvífandi og skallaði boltann í netið af löngu færi. Magnús Þormar fór út í fyrirgjöfina og misreiknaði sig illa. Þórsarar voru á tánum en Víkingar heillum horfnir. Allir varamenn liðsins voru sendir til að hita upp eftir aðeins 20 mínútur og Tómas Ingi aðstoðarþjálfari sá nóg úr stúkunni eftir 25 mínútur og fór með langan lista af minnispunktum niður á varamannabekkinn. David Disztl skoraði tvö mörk með stuttu millibili og Þórsarar leiddu 3-0 í hálfleik. Fyrst skoraði hann með fínum skalla og svo með góðu skoti eftir slæm varnarmistök. Engar breytingar voru gerðar á liði Víkings í hálfleik, sem var athyglisvert miðað við hversu lélegt liðið var. Víkingar minnkuðu þó muninn í upphafi hálfleiksins. Ingi Freyr missti boltann illa á miðjunni, Víkingar brunuðu upp og Viktor Jónsson skoraði fínt mark úr teignum. Víkingar héldu eflaust að þetta mark myndi blása lífi í sína menn, en nei. Þórsarar skoruðu aftur, Sveinn Elías af stuttu færi eftir horn, og lítið breyttist hjá Víkingum. Markið drap nánast leikinn. Þórsarar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og niðurlægðu Víkinga algjörlega. Clark Keltie skoraði úr víti sem Sigurður Marínó fiskaði og hann sendi svo fyrir á Ragnar Hauksson sem skoraði fínt mark af fjærstönginni. Þór er nú sjö stigum á undan Víkingum sem eru þar með skildir eftir á botninum, með Fram. Framundan er erfið barátta nýs þjálfara við leikmannahóp sem virðist ekkert vita hvað hann á að gera. Sannarlega ærið verkefni. Þórsarar litu vel út og með svona frammistöðum eru þeir ekki að fara neitt nema upp í töflunni.Þór 6-1 Víkingur 1-0 Ármann Pétur Ævarsson (11.) 2-0 David Disztl (36.) 2-0 David Disztl (38.) 3-1 Viktor Jónson (46.) 4-1 Sveinn Elías Jónsson (53.) 5-1 Clark Keltie (90.+3) 6-1 Ragnar Hauksson (90.+4)Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 7Skot (á mark): 12–3 (7-1)Varin skot: Srjdan 0 – 3 MagnúsHorn: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 5-4 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira