Umfjöllun: Enn eitt tapið hjá Fram Ari Erlingsson á Laugardalsvelli skrifar 24. júlí 2011 00:01 Framarar tóku í kvöld á móti ÍBV í 12. umferð Pepsí deildar karla. Heil 13 stig og 9 sæti skildu liðin að fyrir leik kvöldsins og bilið jókst enn meir eftir leikinn. Eyjamenn voru fremri á öllum sviðum knattspyrnunnar og innbyrtu 0-2 sigur á slökum Frömurum. Framarar sem eflaust voru með bjartsýnara móti fyrir leikinn eftir góðan sigur í síðustu umferð voru dregnir strax niður á jörðina því Eyjamenn fengu 3 færi á fyrstu 10 mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var þó með rólegra móti og var það ekki fyrr en á 36. mínútu sem Eyjamenn skoruðu fyrsta mark leiksins en það gerði Andri Ólafsson úr vítaspyrnu eftir að Kristján Hauksson hafði brotið klaufalega á sér innan vítateigs. Eyjamenn stjórnuðu leiknum áfram í seinni hálfleik án þess þó að ná að klára leikinn með öðru marki. Á 61. mínútu gerði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram þrefalda skiptingu og við það virtist færast örlítið líf í heimamenn en Þórarinn Ingi Valdimarsson skar snögglega á þá líflínu með marki á 77. mínútu. Þórarinn fékk stungusendingu upp vinstri kantinn og komst einn í gegnum vörn Framara og lagði boltann undir Ögmund sem kom aðvífandi á móti. 0-2 og sigurinn nánast í höfn hjá ÍBV. Knattspyrnan sem boðið var upp á var ekki með glæsilegasta móti og í raun var spilamennska Framara ákaflega döpur. Eyjamenn hinsvegar gerðu einfaldlega sitt og kláruðu leikinn þægilega. ÍBV liðið sýndi með þessum leik að þeir ætla að halda sér í toppbaráttunni og er titill í haust vel raunhæfur ef vel er haldið á spilum. Framarar hinsvegar virðast því miður vera í allskonar klandri. Varnaleikur þeirra var virkilega óöruggur, miðjan ógnaði lítið fram á við og þjónustaði sóknarmennina lítið sem ekkert. Kristinn Halldórsson á hægri vængnum var með skárra móti hjá heimamönnum en að auki má nefna Ögmund í markinu sem varði oft glæsilega. Í gestaliðinu þótti Finnur Ólafsson fremstur á meðal jafningja en Finnur stjórnaði miðjuspili gestanna af festu og barðist um alla lausa bolta. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Framarar tóku í kvöld á móti ÍBV í 12. umferð Pepsí deildar karla. Heil 13 stig og 9 sæti skildu liðin að fyrir leik kvöldsins og bilið jókst enn meir eftir leikinn. Eyjamenn voru fremri á öllum sviðum knattspyrnunnar og innbyrtu 0-2 sigur á slökum Frömurum. Framarar sem eflaust voru með bjartsýnara móti fyrir leikinn eftir góðan sigur í síðustu umferð voru dregnir strax niður á jörðina því Eyjamenn fengu 3 færi á fyrstu 10 mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var þó með rólegra móti og var það ekki fyrr en á 36. mínútu sem Eyjamenn skoruðu fyrsta mark leiksins en það gerði Andri Ólafsson úr vítaspyrnu eftir að Kristján Hauksson hafði brotið klaufalega á sér innan vítateigs. Eyjamenn stjórnuðu leiknum áfram í seinni hálfleik án þess þó að ná að klára leikinn með öðru marki. Á 61. mínútu gerði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram þrefalda skiptingu og við það virtist færast örlítið líf í heimamenn en Þórarinn Ingi Valdimarsson skar snögglega á þá líflínu með marki á 77. mínútu. Þórarinn fékk stungusendingu upp vinstri kantinn og komst einn í gegnum vörn Framara og lagði boltann undir Ögmund sem kom aðvífandi á móti. 0-2 og sigurinn nánast í höfn hjá ÍBV. Knattspyrnan sem boðið var upp á var ekki með glæsilegasta móti og í raun var spilamennska Framara ákaflega döpur. Eyjamenn hinsvegar gerðu einfaldlega sitt og kláruðu leikinn þægilega. ÍBV liðið sýndi með þessum leik að þeir ætla að halda sér í toppbaráttunni og er titill í haust vel raunhæfur ef vel er haldið á spilum. Framarar hinsvegar virðast því miður vera í allskonar klandri. Varnaleikur þeirra var virkilega óöruggur, miðjan ógnaði lítið fram á við og þjónustaði sóknarmennina lítið sem ekkert. Kristinn Halldórsson á hægri vængnum var með skárra móti hjá heimamönnum en að auki má nefna Ögmund í markinu sem varði oft glæsilega. Í gestaliðinu þótti Finnur Ólafsson fremstur á meðal jafningja en Finnur stjórnaði miðjuspili gestanna af festu og barðist um alla lausa bolta.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira