Umfjöllun: KR valtaði yfir Breiðablik Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar 24. júlí 2011 00:01 KR vann afar öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks er liðin mættust í Vesturbænum í kvöld. KR-ingar því enn ósigraðir á toppi Pepsi-deildar karla. Blikar ætluðu sér að pressa stíft í byrjun leiks og eltu boltann út um allt án þess að ná til hans. Eftir rúmlega mínútuleik fengu Blikar rothögg sem þeir jöfnuðu sig aldrei á. Þá skoraði Guðjón Baldvinsson eftir stutta hornspyrnu Óskars Arnar og fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar voru vart búnir að fagna markinu þegar Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Blika, fíflaði Skúla Jón og komst einn gegn Hannesi en sendi boltann framhjá. Dauðafæri sem Blikar hefðu þurft að nýta. Það er greinilegt að Blikar sakna Elfars Freys sárt í loftinu í föstum leikatriðum. Um miðjan hálfleikinn skoruðu KR-ingar, aftur eftir hornspyrnu. Nú sendi Bjarni inná teiginn, Blikum tókst ekki að koma boltanum frá og Skúli Jón sendi knöttinn efst í markhornið með vinstri fæti. Blikarnir ógnuðu marki KR í raun aðeins einu sinni af alvöru í hálfleiknum. Þá átti Kristinn Jónsson hörkuskot úr aukaspyrnu af um 25 metra færi sem small í þverslánni. Frábært skot en heppnin ekki með Blikum. Þremur mínútum fyrir hálfleikinn skoraði KR þriðja markið. Óskar Örn tók hornspyrnu sem fór beint á nærstöngina þar sem sárvantaði Blika og boltinn skreið undir Ingvar Þór Kale í marki Blika. Virkilega klaufalegt og KR með þriggja marka forskot í hálfleik. KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik sem var töluvert daufari en sá fyrri. Dylan Macallister fékk gott færi snemma í hálfleiknum en skotið framhjá. á 74. mínútu fengu KR-ingar vítaspyrnu eftir að Arnór Sveinn braut á Kjartani Henry. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði örugglega. Kristinn Steindórsson ógnaði marki KR tvisvar í síðari hálfleiknum en í bæði skiptin sá Hannes Þór við honum. Fyrst skaut Kristinn með vinstri fyrir utan teig en Hannes varði glæsilega. Í síðara skiptið komst Kristinn einn gegn Hannesi og ætlaði að leggja boltann í fjærhornið. Hannes varði hins vegar aftur frábærlega í horn. Hinum megin fengu KR-ingar nokkur færi, sérstaklega var Guðjón Baldvinsson skæður en Ingvar Þór sá við honum. Frábær sigur KR-inga á Íslandsmeisturum Breiðabliks sem virkuðu vængbrotnir og baráttulausir í kvöld. Sigurganga KR-inga heldur áfram og liðið virðist sem fyrr óstöðvandi. TölfræðiSkot (á mark): 17-10 (9-2) Varin skot: Hannes 2 – Ingvar 5 Horn: 9-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-9 Rangstöður: 2-3 Áhorfendur: 2050 Dómari: Valgeir Valgeirsson 7. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
KR vann afar öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks er liðin mættust í Vesturbænum í kvöld. KR-ingar því enn ósigraðir á toppi Pepsi-deildar karla. Blikar ætluðu sér að pressa stíft í byrjun leiks og eltu boltann út um allt án þess að ná til hans. Eftir rúmlega mínútuleik fengu Blikar rothögg sem þeir jöfnuðu sig aldrei á. Þá skoraði Guðjón Baldvinsson eftir stutta hornspyrnu Óskars Arnar og fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar voru vart búnir að fagna markinu þegar Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Blika, fíflaði Skúla Jón og komst einn gegn Hannesi en sendi boltann framhjá. Dauðafæri sem Blikar hefðu þurft að nýta. Það er greinilegt að Blikar sakna Elfars Freys sárt í loftinu í föstum leikatriðum. Um miðjan hálfleikinn skoruðu KR-ingar, aftur eftir hornspyrnu. Nú sendi Bjarni inná teiginn, Blikum tókst ekki að koma boltanum frá og Skúli Jón sendi knöttinn efst í markhornið með vinstri fæti. Blikarnir ógnuðu marki KR í raun aðeins einu sinni af alvöru í hálfleiknum. Þá átti Kristinn Jónsson hörkuskot úr aukaspyrnu af um 25 metra færi sem small í þverslánni. Frábært skot en heppnin ekki með Blikum. Þremur mínútum fyrir hálfleikinn skoraði KR þriðja markið. Óskar Örn tók hornspyrnu sem fór beint á nærstöngina þar sem sárvantaði Blika og boltinn skreið undir Ingvar Þór Kale í marki Blika. Virkilega klaufalegt og KR með þriggja marka forskot í hálfleik. KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik sem var töluvert daufari en sá fyrri. Dylan Macallister fékk gott færi snemma í hálfleiknum en skotið framhjá. á 74. mínútu fengu KR-ingar vítaspyrnu eftir að Arnór Sveinn braut á Kjartani Henry. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði örugglega. Kristinn Steindórsson ógnaði marki KR tvisvar í síðari hálfleiknum en í bæði skiptin sá Hannes Þór við honum. Fyrst skaut Kristinn með vinstri fyrir utan teig en Hannes varði glæsilega. Í síðara skiptið komst Kristinn einn gegn Hannesi og ætlaði að leggja boltann í fjærhornið. Hannes varði hins vegar aftur frábærlega í horn. Hinum megin fengu KR-ingar nokkur færi, sérstaklega var Guðjón Baldvinsson skæður en Ingvar Þór sá við honum. Frábær sigur KR-inga á Íslandsmeisturum Breiðabliks sem virkuðu vængbrotnir og baráttulausir í kvöld. Sigurganga KR-inga heldur áfram og liðið virðist sem fyrr óstöðvandi. TölfræðiSkot (á mark): 17-10 (9-2) Varin skot: Hannes 2 – Ingvar 5 Horn: 9-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-9 Rangstöður: 2-3 Áhorfendur: 2050 Dómari: Valgeir Valgeirsson 7.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira