Umfjöllun: KR valtaði yfir Breiðablik Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar 24. júlí 2011 00:01 KR vann afar öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks er liðin mættust í Vesturbænum í kvöld. KR-ingar því enn ósigraðir á toppi Pepsi-deildar karla. Blikar ætluðu sér að pressa stíft í byrjun leiks og eltu boltann út um allt án þess að ná til hans. Eftir rúmlega mínútuleik fengu Blikar rothögg sem þeir jöfnuðu sig aldrei á. Þá skoraði Guðjón Baldvinsson eftir stutta hornspyrnu Óskars Arnar og fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar voru vart búnir að fagna markinu þegar Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Blika, fíflaði Skúla Jón og komst einn gegn Hannesi en sendi boltann framhjá. Dauðafæri sem Blikar hefðu þurft að nýta. Það er greinilegt að Blikar sakna Elfars Freys sárt í loftinu í föstum leikatriðum. Um miðjan hálfleikinn skoruðu KR-ingar, aftur eftir hornspyrnu. Nú sendi Bjarni inná teiginn, Blikum tókst ekki að koma boltanum frá og Skúli Jón sendi knöttinn efst í markhornið með vinstri fæti. Blikarnir ógnuðu marki KR í raun aðeins einu sinni af alvöru í hálfleiknum. Þá átti Kristinn Jónsson hörkuskot úr aukaspyrnu af um 25 metra færi sem small í þverslánni. Frábært skot en heppnin ekki með Blikum. Þremur mínútum fyrir hálfleikinn skoraði KR þriðja markið. Óskar Örn tók hornspyrnu sem fór beint á nærstöngina þar sem sárvantaði Blika og boltinn skreið undir Ingvar Þór Kale í marki Blika. Virkilega klaufalegt og KR með þriggja marka forskot í hálfleik. KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik sem var töluvert daufari en sá fyrri. Dylan Macallister fékk gott færi snemma í hálfleiknum en skotið framhjá. á 74. mínútu fengu KR-ingar vítaspyrnu eftir að Arnór Sveinn braut á Kjartani Henry. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði örugglega. Kristinn Steindórsson ógnaði marki KR tvisvar í síðari hálfleiknum en í bæði skiptin sá Hannes Þór við honum. Fyrst skaut Kristinn með vinstri fyrir utan teig en Hannes varði glæsilega. Í síðara skiptið komst Kristinn einn gegn Hannesi og ætlaði að leggja boltann í fjærhornið. Hannes varði hins vegar aftur frábærlega í horn. Hinum megin fengu KR-ingar nokkur færi, sérstaklega var Guðjón Baldvinsson skæður en Ingvar Þór sá við honum. Frábær sigur KR-inga á Íslandsmeisturum Breiðabliks sem virkuðu vængbrotnir og baráttulausir í kvöld. Sigurganga KR-inga heldur áfram og liðið virðist sem fyrr óstöðvandi. TölfræðiSkot (á mark): 17-10 (9-2) Varin skot: Hannes 2 – Ingvar 5 Horn: 9-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-9 Rangstöður: 2-3 Áhorfendur: 2050 Dómari: Valgeir Valgeirsson 7. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
KR vann afar öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks er liðin mættust í Vesturbænum í kvöld. KR-ingar því enn ósigraðir á toppi Pepsi-deildar karla. Blikar ætluðu sér að pressa stíft í byrjun leiks og eltu boltann út um allt án þess að ná til hans. Eftir rúmlega mínútuleik fengu Blikar rothögg sem þeir jöfnuðu sig aldrei á. Þá skoraði Guðjón Baldvinsson eftir stutta hornspyrnu Óskars Arnar og fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar voru vart búnir að fagna markinu þegar Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Blika, fíflaði Skúla Jón og komst einn gegn Hannesi en sendi boltann framhjá. Dauðafæri sem Blikar hefðu þurft að nýta. Það er greinilegt að Blikar sakna Elfars Freys sárt í loftinu í föstum leikatriðum. Um miðjan hálfleikinn skoruðu KR-ingar, aftur eftir hornspyrnu. Nú sendi Bjarni inná teiginn, Blikum tókst ekki að koma boltanum frá og Skúli Jón sendi knöttinn efst í markhornið með vinstri fæti. Blikarnir ógnuðu marki KR í raun aðeins einu sinni af alvöru í hálfleiknum. Þá átti Kristinn Jónsson hörkuskot úr aukaspyrnu af um 25 metra færi sem small í þverslánni. Frábært skot en heppnin ekki með Blikum. Þremur mínútum fyrir hálfleikinn skoraði KR þriðja markið. Óskar Örn tók hornspyrnu sem fór beint á nærstöngina þar sem sárvantaði Blika og boltinn skreið undir Ingvar Þór Kale í marki Blika. Virkilega klaufalegt og KR með þriggja marka forskot í hálfleik. KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik sem var töluvert daufari en sá fyrri. Dylan Macallister fékk gott færi snemma í hálfleiknum en skotið framhjá. á 74. mínútu fengu KR-ingar vítaspyrnu eftir að Arnór Sveinn braut á Kjartani Henry. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði örugglega. Kristinn Steindórsson ógnaði marki KR tvisvar í síðari hálfleiknum en í bæði skiptin sá Hannes Þór við honum. Fyrst skaut Kristinn með vinstri fyrir utan teig en Hannes varði glæsilega. Í síðara skiptið komst Kristinn einn gegn Hannesi og ætlaði að leggja boltann í fjærhornið. Hannes varði hins vegar aftur frábærlega í horn. Hinum megin fengu KR-ingar nokkur færi, sérstaklega var Guðjón Baldvinsson skæður en Ingvar Þór sá við honum. Frábær sigur KR-inga á Íslandsmeisturum Breiðabliks sem virkuðu vængbrotnir og baráttulausir í kvöld. Sigurganga KR-inga heldur áfram og liðið virðist sem fyrr óstöðvandi. TölfræðiSkot (á mark): 17-10 (9-2) Varin skot: Hannes 2 – Ingvar 5 Horn: 9-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-9 Rangstöður: 2-3 Áhorfendur: 2050 Dómari: Valgeir Valgeirsson 7.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira