Umfjöllun: KR valtaði yfir Breiðablik Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar 24. júlí 2011 00:01 KR vann afar öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks er liðin mættust í Vesturbænum í kvöld. KR-ingar því enn ósigraðir á toppi Pepsi-deildar karla. Blikar ætluðu sér að pressa stíft í byrjun leiks og eltu boltann út um allt án þess að ná til hans. Eftir rúmlega mínútuleik fengu Blikar rothögg sem þeir jöfnuðu sig aldrei á. Þá skoraði Guðjón Baldvinsson eftir stutta hornspyrnu Óskars Arnar og fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar voru vart búnir að fagna markinu þegar Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Blika, fíflaði Skúla Jón og komst einn gegn Hannesi en sendi boltann framhjá. Dauðafæri sem Blikar hefðu þurft að nýta. Það er greinilegt að Blikar sakna Elfars Freys sárt í loftinu í föstum leikatriðum. Um miðjan hálfleikinn skoruðu KR-ingar, aftur eftir hornspyrnu. Nú sendi Bjarni inná teiginn, Blikum tókst ekki að koma boltanum frá og Skúli Jón sendi knöttinn efst í markhornið með vinstri fæti. Blikarnir ógnuðu marki KR í raun aðeins einu sinni af alvöru í hálfleiknum. Þá átti Kristinn Jónsson hörkuskot úr aukaspyrnu af um 25 metra færi sem small í þverslánni. Frábært skot en heppnin ekki með Blikum. Þremur mínútum fyrir hálfleikinn skoraði KR þriðja markið. Óskar Örn tók hornspyrnu sem fór beint á nærstöngina þar sem sárvantaði Blika og boltinn skreið undir Ingvar Þór Kale í marki Blika. Virkilega klaufalegt og KR með þriggja marka forskot í hálfleik. KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik sem var töluvert daufari en sá fyrri. Dylan Macallister fékk gott færi snemma í hálfleiknum en skotið framhjá. á 74. mínútu fengu KR-ingar vítaspyrnu eftir að Arnór Sveinn braut á Kjartani Henry. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði örugglega. Kristinn Steindórsson ógnaði marki KR tvisvar í síðari hálfleiknum en í bæði skiptin sá Hannes Þór við honum. Fyrst skaut Kristinn með vinstri fyrir utan teig en Hannes varði glæsilega. Í síðara skiptið komst Kristinn einn gegn Hannesi og ætlaði að leggja boltann í fjærhornið. Hannes varði hins vegar aftur frábærlega í horn. Hinum megin fengu KR-ingar nokkur færi, sérstaklega var Guðjón Baldvinsson skæður en Ingvar Þór sá við honum. Frábær sigur KR-inga á Íslandsmeisturum Breiðabliks sem virkuðu vængbrotnir og baráttulausir í kvöld. Sigurganga KR-inga heldur áfram og liðið virðist sem fyrr óstöðvandi. TölfræðiSkot (á mark): 17-10 (9-2) Varin skot: Hannes 2 – Ingvar 5 Horn: 9-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-9 Rangstöður: 2-3 Áhorfendur: 2050 Dómari: Valgeir Valgeirsson 7. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira
KR vann afar öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks er liðin mættust í Vesturbænum í kvöld. KR-ingar því enn ósigraðir á toppi Pepsi-deildar karla. Blikar ætluðu sér að pressa stíft í byrjun leiks og eltu boltann út um allt án þess að ná til hans. Eftir rúmlega mínútuleik fengu Blikar rothögg sem þeir jöfnuðu sig aldrei á. Þá skoraði Guðjón Baldvinsson eftir stutta hornspyrnu Óskars Arnar og fyrirgjöf Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar voru vart búnir að fagna markinu þegar Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Blika, fíflaði Skúla Jón og komst einn gegn Hannesi en sendi boltann framhjá. Dauðafæri sem Blikar hefðu þurft að nýta. Það er greinilegt að Blikar sakna Elfars Freys sárt í loftinu í föstum leikatriðum. Um miðjan hálfleikinn skoruðu KR-ingar, aftur eftir hornspyrnu. Nú sendi Bjarni inná teiginn, Blikum tókst ekki að koma boltanum frá og Skúli Jón sendi knöttinn efst í markhornið með vinstri fæti. Blikarnir ógnuðu marki KR í raun aðeins einu sinni af alvöru í hálfleiknum. Þá átti Kristinn Jónsson hörkuskot úr aukaspyrnu af um 25 metra færi sem small í þverslánni. Frábært skot en heppnin ekki með Blikum. Þremur mínútum fyrir hálfleikinn skoraði KR þriðja markið. Óskar Örn tók hornspyrnu sem fór beint á nærstöngina þar sem sárvantaði Blika og boltinn skreið undir Ingvar Þór Kale í marki Blika. Virkilega klaufalegt og KR með þriggja marka forskot í hálfleik. KR-ingar voru áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik sem var töluvert daufari en sá fyrri. Dylan Macallister fékk gott færi snemma í hálfleiknum en skotið framhjá. á 74. mínútu fengu KR-ingar vítaspyrnu eftir að Arnór Sveinn braut á Kjartani Henry. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði örugglega. Kristinn Steindórsson ógnaði marki KR tvisvar í síðari hálfleiknum en í bæði skiptin sá Hannes Þór við honum. Fyrst skaut Kristinn með vinstri fyrir utan teig en Hannes varði glæsilega. Í síðara skiptið komst Kristinn einn gegn Hannesi og ætlaði að leggja boltann í fjærhornið. Hannes varði hins vegar aftur frábærlega í horn. Hinum megin fengu KR-ingar nokkur færi, sérstaklega var Guðjón Baldvinsson skæður en Ingvar Þór sá við honum. Frábær sigur KR-inga á Íslandsmeisturum Breiðabliks sem virkuðu vængbrotnir og baráttulausir í kvöld. Sigurganga KR-inga heldur áfram og liðið virðist sem fyrr óstöðvandi. TölfræðiSkot (á mark): 17-10 (9-2) Varin skot: Hannes 2 – Ingvar 5 Horn: 9-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-9 Rangstöður: 2-3 Áhorfendur: 2050 Dómari: Valgeir Valgeirsson 7.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira