Umfjöllun: Fyrsti bikarúrslitaleikur Þórsara framundan Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 27. júlí 2011 18:15 Páll Viðar kom sínum mönnum í bikarúrslitin. Mynd/Valli Þór er komið í úrslitaleik Valitor-bikarkeppninnar í fyrsta skipti í sögu félagið. Þór vann góðan sigur á ÍBV á Akureyri í kvöld og mætir BÍ/Bolungarvík eða KR í úrslitaleiknum 13. ágúst. Það var fagnað vel og innilega eftir leikinn enda rík ástæða til. Eyjamenn byrjuðu leikinn á stórsókn. Þeir áttu fjögur skot á markið fyrstu fjórar mínúturnar og vörn Þórsara virkaði taugaveikluð og mætti varla til leiks til að byrja með. Í tvígang gaf hún ÍBV boltann og mikil hætta skapaðist. En ÍBV náði ekki að skora, sem gildir enn í fótboltanum sem það sem þarf til að vinna leiki. Það gerði aftur á móti Þórsliðið. Gísli Páll tók innkast sem skoppaði yfir Abel Dhaira sem fór út úr marki sínu. Glórulaust úthlaup og David Dizstl heldur áfram að skora, hann potaði boltanum í tómt markið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór. Heimamenn voru svo miklu betri í upphafi seinni hálfleiks. Þeir fengu ágætt færi áður en Sveinn Elías tvöfaldaði forystu Þórsara. Hann skallaði hornspyrnu Atla Sigurjónssonar í markið en enginn var að passa Svein og eftirleikurinn auðveldur. Eyjamenn sköpuðu sér fín færi en Srjdan varði nokkrum sinnum vel í markinu. Aaron Spear var svo klaufi að hitta ekki boltann fyrir opnu marki. Eyjamenn urðu pirraðir og fóru að skamma hvorn annan í pirringi sínum. ÍBV spilaði ágætlega á miðjunni en þá vanti hugmyndir í fresmtu víglínu. Liðið fékk ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir að vera mikið með boltann. Tryggvi reyndi hvað hann gat en hann öskraði nokkrum sinnum hraustlega á félaga sína þegar þeir gerðu ekki það sem hann vildi. Þórsarar geta vel við unað en enn og aftur var barátta þeirra aðdáunarverð. Þeir skráðu spjald sitt í sögubækur Þórsara með þessum góða sigri. Vrenko var frábær í vörninni, Atli á miðjunni og Srjdan í markinu. BÍ/Bolungarvík, öðru nafni Skástrikið, mætir KR í hinum undanúrslitaleiknum á sunnudaginn. Úrslitaleikurinn fer svo fram 13. ágúst.Þór 2-0 ÍBV 1-0 David Dizstl (11.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (54.)Áhorfendur: 1316Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 10–16 (4-7)Varin skot: Srjdan 7 – 2 AbelHorn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-1 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Þór er komið í úrslitaleik Valitor-bikarkeppninnar í fyrsta skipti í sögu félagið. Þór vann góðan sigur á ÍBV á Akureyri í kvöld og mætir BÍ/Bolungarvík eða KR í úrslitaleiknum 13. ágúst. Það var fagnað vel og innilega eftir leikinn enda rík ástæða til. Eyjamenn byrjuðu leikinn á stórsókn. Þeir áttu fjögur skot á markið fyrstu fjórar mínúturnar og vörn Þórsara virkaði taugaveikluð og mætti varla til leiks til að byrja með. Í tvígang gaf hún ÍBV boltann og mikil hætta skapaðist. En ÍBV náði ekki að skora, sem gildir enn í fótboltanum sem það sem þarf til að vinna leiki. Það gerði aftur á móti Þórsliðið. Gísli Páll tók innkast sem skoppaði yfir Abel Dhaira sem fór út úr marki sínu. Glórulaust úthlaup og David Dizstl heldur áfram að skora, hann potaði boltanum í tómt markið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór. Heimamenn voru svo miklu betri í upphafi seinni hálfleiks. Þeir fengu ágætt færi áður en Sveinn Elías tvöfaldaði forystu Þórsara. Hann skallaði hornspyrnu Atla Sigurjónssonar í markið en enginn var að passa Svein og eftirleikurinn auðveldur. Eyjamenn sköpuðu sér fín færi en Srjdan varði nokkrum sinnum vel í markinu. Aaron Spear var svo klaufi að hitta ekki boltann fyrir opnu marki. Eyjamenn urðu pirraðir og fóru að skamma hvorn annan í pirringi sínum. ÍBV spilaði ágætlega á miðjunni en þá vanti hugmyndir í fresmtu víglínu. Liðið fékk ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir að vera mikið með boltann. Tryggvi reyndi hvað hann gat en hann öskraði nokkrum sinnum hraustlega á félaga sína þegar þeir gerðu ekki það sem hann vildi. Þórsarar geta vel við unað en enn og aftur var barátta þeirra aðdáunarverð. Þeir skráðu spjald sitt í sögubækur Þórsara með þessum góða sigri. Vrenko var frábær í vörninni, Atli á miðjunni og Srjdan í markinu. BÍ/Bolungarvík, öðru nafni Skástrikið, mætir KR í hinum undanúrslitaleiknum á sunnudaginn. Úrslitaleikurinn fer svo fram 13. ágúst.Þór 2-0 ÍBV 1-0 David Dizstl (11.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (54.)Áhorfendur: 1316Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 10–16 (4-7)Varin skot: Srjdan 7 – 2 AbelHorn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-1 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30