Umfjöllun: Fyrsti bikarúrslitaleikur Þórsara framundan Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 27. júlí 2011 18:15 Páll Viðar kom sínum mönnum í bikarúrslitin. Mynd/Valli Þór er komið í úrslitaleik Valitor-bikarkeppninnar í fyrsta skipti í sögu félagið. Þór vann góðan sigur á ÍBV á Akureyri í kvöld og mætir BÍ/Bolungarvík eða KR í úrslitaleiknum 13. ágúst. Það var fagnað vel og innilega eftir leikinn enda rík ástæða til. Eyjamenn byrjuðu leikinn á stórsókn. Þeir áttu fjögur skot á markið fyrstu fjórar mínúturnar og vörn Þórsara virkaði taugaveikluð og mætti varla til leiks til að byrja með. Í tvígang gaf hún ÍBV boltann og mikil hætta skapaðist. En ÍBV náði ekki að skora, sem gildir enn í fótboltanum sem það sem þarf til að vinna leiki. Það gerði aftur á móti Þórsliðið. Gísli Páll tók innkast sem skoppaði yfir Abel Dhaira sem fór út úr marki sínu. Glórulaust úthlaup og David Dizstl heldur áfram að skora, hann potaði boltanum í tómt markið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór. Heimamenn voru svo miklu betri í upphafi seinni hálfleiks. Þeir fengu ágætt færi áður en Sveinn Elías tvöfaldaði forystu Þórsara. Hann skallaði hornspyrnu Atla Sigurjónssonar í markið en enginn var að passa Svein og eftirleikurinn auðveldur. Eyjamenn sköpuðu sér fín færi en Srjdan varði nokkrum sinnum vel í markinu. Aaron Spear var svo klaufi að hitta ekki boltann fyrir opnu marki. Eyjamenn urðu pirraðir og fóru að skamma hvorn annan í pirringi sínum. ÍBV spilaði ágætlega á miðjunni en þá vanti hugmyndir í fresmtu víglínu. Liðið fékk ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir að vera mikið með boltann. Tryggvi reyndi hvað hann gat en hann öskraði nokkrum sinnum hraustlega á félaga sína þegar þeir gerðu ekki það sem hann vildi. Þórsarar geta vel við unað en enn og aftur var barátta þeirra aðdáunarverð. Þeir skráðu spjald sitt í sögubækur Þórsara með þessum góða sigri. Vrenko var frábær í vörninni, Atli á miðjunni og Srjdan í markinu. BÍ/Bolungarvík, öðru nafni Skástrikið, mætir KR í hinum undanúrslitaleiknum á sunnudaginn. Úrslitaleikurinn fer svo fram 13. ágúst.Þór 2-0 ÍBV 1-0 David Dizstl (11.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (54.)Áhorfendur: 1316Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 10–16 (4-7)Varin skot: Srjdan 7 – 2 AbelHorn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-1 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Þór er komið í úrslitaleik Valitor-bikarkeppninnar í fyrsta skipti í sögu félagið. Þór vann góðan sigur á ÍBV á Akureyri í kvöld og mætir BÍ/Bolungarvík eða KR í úrslitaleiknum 13. ágúst. Það var fagnað vel og innilega eftir leikinn enda rík ástæða til. Eyjamenn byrjuðu leikinn á stórsókn. Þeir áttu fjögur skot á markið fyrstu fjórar mínúturnar og vörn Þórsara virkaði taugaveikluð og mætti varla til leiks til að byrja með. Í tvígang gaf hún ÍBV boltann og mikil hætta skapaðist. En ÍBV náði ekki að skora, sem gildir enn í fótboltanum sem það sem þarf til að vinna leiki. Það gerði aftur á móti Þórsliðið. Gísli Páll tók innkast sem skoppaði yfir Abel Dhaira sem fór út úr marki sínu. Glórulaust úthlaup og David Dizstl heldur áfram að skora, hann potaði boltanum í tómt markið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór. Heimamenn voru svo miklu betri í upphafi seinni hálfleiks. Þeir fengu ágætt færi áður en Sveinn Elías tvöfaldaði forystu Þórsara. Hann skallaði hornspyrnu Atla Sigurjónssonar í markið en enginn var að passa Svein og eftirleikurinn auðveldur. Eyjamenn sköpuðu sér fín færi en Srjdan varði nokkrum sinnum vel í markinu. Aaron Spear var svo klaufi að hitta ekki boltann fyrir opnu marki. Eyjamenn urðu pirraðir og fóru að skamma hvorn annan í pirringi sínum. ÍBV spilaði ágætlega á miðjunni en þá vanti hugmyndir í fresmtu víglínu. Liðið fékk ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir að vera mikið með boltann. Tryggvi reyndi hvað hann gat en hann öskraði nokkrum sinnum hraustlega á félaga sína þegar þeir gerðu ekki það sem hann vildi. Þórsarar geta vel við unað en enn og aftur var barátta þeirra aðdáunarverð. Þeir skráðu spjald sitt í sögubækur Þórsara með þessum góða sigri. Vrenko var frábær í vörninni, Atli á miðjunni og Srjdan í markinu. BÍ/Bolungarvík, öðru nafni Skástrikið, mætir KR í hinum undanúrslitaleiknum á sunnudaginn. Úrslitaleikurinn fer svo fram 13. ágúst.Þór 2-0 ÍBV 1-0 David Dizstl (11.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (54.)Áhorfendur: 1316Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 10–16 (4-7)Varin skot: Srjdan 7 – 2 AbelHorn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-1 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30