Umfjöllun: Fyrsti bikarúrslitaleikur Þórsara framundan Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 27. júlí 2011 18:15 Páll Viðar kom sínum mönnum í bikarúrslitin. Mynd/Valli Þór er komið í úrslitaleik Valitor-bikarkeppninnar í fyrsta skipti í sögu félagið. Þór vann góðan sigur á ÍBV á Akureyri í kvöld og mætir BÍ/Bolungarvík eða KR í úrslitaleiknum 13. ágúst. Það var fagnað vel og innilega eftir leikinn enda rík ástæða til. Eyjamenn byrjuðu leikinn á stórsókn. Þeir áttu fjögur skot á markið fyrstu fjórar mínúturnar og vörn Þórsara virkaði taugaveikluð og mætti varla til leiks til að byrja með. Í tvígang gaf hún ÍBV boltann og mikil hætta skapaðist. En ÍBV náði ekki að skora, sem gildir enn í fótboltanum sem það sem þarf til að vinna leiki. Það gerði aftur á móti Þórsliðið. Gísli Páll tók innkast sem skoppaði yfir Abel Dhaira sem fór út úr marki sínu. Glórulaust úthlaup og David Dizstl heldur áfram að skora, hann potaði boltanum í tómt markið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór. Heimamenn voru svo miklu betri í upphafi seinni hálfleiks. Þeir fengu ágætt færi áður en Sveinn Elías tvöfaldaði forystu Þórsara. Hann skallaði hornspyrnu Atla Sigurjónssonar í markið en enginn var að passa Svein og eftirleikurinn auðveldur. Eyjamenn sköpuðu sér fín færi en Srjdan varði nokkrum sinnum vel í markinu. Aaron Spear var svo klaufi að hitta ekki boltann fyrir opnu marki. Eyjamenn urðu pirraðir og fóru að skamma hvorn annan í pirringi sínum. ÍBV spilaði ágætlega á miðjunni en þá vanti hugmyndir í fresmtu víglínu. Liðið fékk ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir að vera mikið með boltann. Tryggvi reyndi hvað hann gat en hann öskraði nokkrum sinnum hraustlega á félaga sína þegar þeir gerðu ekki það sem hann vildi. Þórsarar geta vel við unað en enn og aftur var barátta þeirra aðdáunarverð. Þeir skráðu spjald sitt í sögubækur Þórsara með þessum góða sigri. Vrenko var frábær í vörninni, Atli á miðjunni og Srjdan í markinu. BÍ/Bolungarvík, öðru nafni Skástrikið, mætir KR í hinum undanúrslitaleiknum á sunnudaginn. Úrslitaleikurinn fer svo fram 13. ágúst.Þór 2-0 ÍBV 1-0 David Dizstl (11.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (54.)Áhorfendur: 1316Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 10–16 (4-7)Varin skot: Srjdan 7 – 2 AbelHorn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-1 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Þór er komið í úrslitaleik Valitor-bikarkeppninnar í fyrsta skipti í sögu félagið. Þór vann góðan sigur á ÍBV á Akureyri í kvöld og mætir BÍ/Bolungarvík eða KR í úrslitaleiknum 13. ágúst. Það var fagnað vel og innilega eftir leikinn enda rík ástæða til. Eyjamenn byrjuðu leikinn á stórsókn. Þeir áttu fjögur skot á markið fyrstu fjórar mínúturnar og vörn Þórsara virkaði taugaveikluð og mætti varla til leiks til að byrja með. Í tvígang gaf hún ÍBV boltann og mikil hætta skapaðist. En ÍBV náði ekki að skora, sem gildir enn í fótboltanum sem það sem þarf til að vinna leiki. Það gerði aftur á móti Þórsliðið. Gísli Páll tók innkast sem skoppaði yfir Abel Dhaira sem fór út úr marki sínu. Glórulaust úthlaup og David Dizstl heldur áfram að skora, hann potaði boltanum í tómt markið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór. Heimamenn voru svo miklu betri í upphafi seinni hálfleiks. Þeir fengu ágætt færi áður en Sveinn Elías tvöfaldaði forystu Þórsara. Hann skallaði hornspyrnu Atla Sigurjónssonar í markið en enginn var að passa Svein og eftirleikurinn auðveldur. Eyjamenn sköpuðu sér fín færi en Srjdan varði nokkrum sinnum vel í markinu. Aaron Spear var svo klaufi að hitta ekki boltann fyrir opnu marki. Eyjamenn urðu pirraðir og fóru að skamma hvorn annan í pirringi sínum. ÍBV spilaði ágætlega á miðjunni en þá vanti hugmyndir í fresmtu víglínu. Liðið fékk ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir að vera mikið með boltann. Tryggvi reyndi hvað hann gat en hann öskraði nokkrum sinnum hraustlega á félaga sína þegar þeir gerðu ekki það sem hann vildi. Þórsarar geta vel við unað en enn og aftur var barátta þeirra aðdáunarverð. Þeir skráðu spjald sitt í sögubækur Þórsara með þessum góða sigri. Vrenko var frábær í vörninni, Atli á miðjunni og Srjdan í markinu. BÍ/Bolungarvík, öðru nafni Skástrikið, mætir KR í hinum undanúrslitaleiknum á sunnudaginn. Úrslitaleikurinn fer svo fram 13. ágúst.Þór 2-0 ÍBV 1-0 David Dizstl (11.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (54.)Áhorfendur: 1316Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 10–16 (4-7)Varin skot: Srjdan 7 – 2 AbelHorn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-1 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30