Erlent

Tóku DNA-sýni úr stúlku sem er sögð vera Madeleine McCann

Madeleine McCann hefur verið saknað frá árinu 2007.
Madeleine McCann hefur verið saknað frá árinu 2007.
Lögregluyfirvöld á Indlandi hafa tekið DNA-sýni úr ungri stúlku eftir að breskur ferðamaður grunaði að hún væri Madeleine McCann, sem hefur verið saknað frá árinu 2007.

Breski ferðamaðurinn var í hópi ferðalanga í borginni Leh og kom auga á stúlkuna sem var í fylgd með karlmanni og konu. Hann gerði lögreglunni viðvart að hann grunaði að stúlkan væri hin eftirlýsta Madeleine. Ferðalangarnir, reyndu að taka stúlkuna af manninum og konunni, áður en lögreglan kom á vettvang en þau sögðust vera foreldrar hennar og væru frá Frakklandi og Belgíu.

Lögreglan gerði vegabréf fólksins upptæk á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr DNA-sýninu.

Madeilene McCann hefur verið saknað frá 4. maí 2007 eftir að hún var numin á brott í Portúgal þar sem hún var í sumarfríi með foreldrum sínum. Málið hefur fengið gríðarlega athygli í fjölmiðlum en ekkert hefur spurst til litlu stúlkunnar frá því hún hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×