Umfjöllun: FH missti niður 2-0 forystu í jafntefli á móti Fylki Ari Erlingsson á Kaplakrikavelli skrifar 17. júlí 2011 18:30 Leikmenn FH fagna hér marki gegn Fram á dögunum. FH-ingar tóku á móti Fylkismönnum í elleftu umferð Pepsí deildar karla í gærkvöldi . Fyrir fram var búist við jöfnum og spennandi leik þar sem aðeins 1 stig skildi liðin að í töflunni. Spennan var svo sannarlega til staðar og þegar upp var staðið sættust liðin á skiptan hlut í 2-2 jafntefli. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur og má segja að sá fyrri hafi verið eign heimamanna en í þeim síðari tóku gestirnir völdin. FH-ingar náðu forystunni strax á elleftu mínútu og var þar að verki Hólmar Örn Rúnarsson með skalla eftir fyrirgöf Björn Sverrissonar frá vinstri kanti . Áfram héldu FH-ingar og juku þeir forskot sitt í 2-0 á 17. mínútu þegar Davíð Ásbjörnsson Fylkismaður skallaði hornspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar í netið. Staðan 2-0 og allt virtist stefna í þægilegan FH sigur. Fyrri hálfleikur leið áfram nokkuð tíðindalaus eftir seinna mark heimamanna. Það markverðasta var ef til vill sú staðreynd að þjálfarar liðanna þurftu að gera þrjár skiptingar og það allt vegna meiðsla. Eitthvað hefur Ólafur Þórðarsson þjálfari Fylkismanna sagt við sína menn í leikhlénu því þeir appelsínugulu umbreyttust úr andlausu og slöku liði yfir í hungrað og sóknarsinnað lið. FH-ingar hinsvegar virtust detta niður um gír og misstu tökin á leiknum. Loks á 69. mínútu minnkuðu Fylkismenn muninn og var þar að verki Albert Brynjar Ingason með skoti af stuttu færi eftir skallasendingu Kjartans Breiðdals. Við markið efldust Fylkismenn enn meira og það kom því engum á óvart þegar Kjartan Breiðdal jafnaði leikinn á 73. mínútu. Andrés Jóhannesson átti þá aukaspyrnu sem fór í varnarvegg FH-inga, Ingimundur Níels tók frákastið og skaut í varnarmann og loks var það Kjartan esm endaði skothríðina með skoti sem söng í netinu. Staðan 2-2 og umskiptin í leiknum ótrúleg. Það sem eftir lifði leiks áttu Fylkismenn hættulegri færi og hefðu með smá heppni getað stolið öllum þremur stigunum. Jafntefli var þó niðurstaðan í tvískiptum leik. FH-ingar geta verið sáttir að einhverju leyti. Þeir refsuðu sofandi Fylkismönnum í fyrri hálfleik en það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson þjálfara FH að þurfa horfa upp á sína menn missa unnin leik niður á þennan hátt. Fylkismenn geta að sama skapi verið ánægðir með að þá baráttu og eljusemi sem liðið sýndi í seinni hálfleik. Það er vonandi fyrir Fylkismenn að þeir bjóði oftar upp á frammistöðuna eins og hún var í seinni hálfleik frekar en þeim fyrri. FH-ingar eru eftir leikinn í 5. sæti með 16 stig og Fylkismenn 7. sæti með 15 stig. FH 2-2 FylkirSkot (á mark): 9–10 (4-3) Varin skot: Gunnleifur 1 – Bjarni - Fjalar 1 - 1 Hornspyrnur: 5–2 Aukaspyrnur fengnar: 8–17 Rangstöður: 2–2 Dómari: Erlendur Eiríksson (8) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
FH-ingar tóku á móti Fylkismönnum í elleftu umferð Pepsí deildar karla í gærkvöldi . Fyrir fram var búist við jöfnum og spennandi leik þar sem aðeins 1 stig skildi liðin að í töflunni. Spennan var svo sannarlega til staðar og þegar upp var staðið sættust liðin á skiptan hlut í 2-2 jafntefli. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur og má segja að sá fyrri hafi verið eign heimamanna en í þeim síðari tóku gestirnir völdin. FH-ingar náðu forystunni strax á elleftu mínútu og var þar að verki Hólmar Örn Rúnarsson með skalla eftir fyrirgöf Björn Sverrissonar frá vinstri kanti . Áfram héldu FH-ingar og juku þeir forskot sitt í 2-0 á 17. mínútu þegar Davíð Ásbjörnsson Fylkismaður skallaði hornspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar í netið. Staðan 2-0 og allt virtist stefna í þægilegan FH sigur. Fyrri hálfleikur leið áfram nokkuð tíðindalaus eftir seinna mark heimamanna. Það markverðasta var ef til vill sú staðreynd að þjálfarar liðanna þurftu að gera þrjár skiptingar og það allt vegna meiðsla. Eitthvað hefur Ólafur Þórðarsson þjálfari Fylkismanna sagt við sína menn í leikhlénu því þeir appelsínugulu umbreyttust úr andlausu og slöku liði yfir í hungrað og sóknarsinnað lið. FH-ingar hinsvegar virtust detta niður um gír og misstu tökin á leiknum. Loks á 69. mínútu minnkuðu Fylkismenn muninn og var þar að verki Albert Brynjar Ingason með skoti af stuttu færi eftir skallasendingu Kjartans Breiðdals. Við markið efldust Fylkismenn enn meira og það kom því engum á óvart þegar Kjartan Breiðdal jafnaði leikinn á 73. mínútu. Andrés Jóhannesson átti þá aukaspyrnu sem fór í varnarvegg FH-inga, Ingimundur Níels tók frákastið og skaut í varnarmann og loks var það Kjartan esm endaði skothríðina með skoti sem söng í netinu. Staðan 2-2 og umskiptin í leiknum ótrúleg. Það sem eftir lifði leiks áttu Fylkismenn hættulegri færi og hefðu með smá heppni getað stolið öllum þremur stigunum. Jafntefli var þó niðurstaðan í tvískiptum leik. FH-ingar geta verið sáttir að einhverju leyti. Þeir refsuðu sofandi Fylkismönnum í fyrri hálfleik en það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson þjálfara FH að þurfa horfa upp á sína menn missa unnin leik niður á þennan hátt. Fylkismenn geta að sama skapi verið ánægðir með að þá baráttu og eljusemi sem liðið sýndi í seinni hálfleik. Það er vonandi fyrir Fylkismenn að þeir bjóði oftar upp á frammistöðuna eins og hún var í seinni hálfleik frekar en þeim fyrri. FH-ingar eru eftir leikinn í 5. sæti með 16 stig og Fylkismenn 7. sæti með 15 stig. FH 2-2 FylkirSkot (á mark): 9–10 (4-3) Varin skot: Gunnleifur 1 – Bjarni - Fjalar 1 - 1 Hornspyrnur: 5–2 Aukaspyrnur fengnar: 8–17 Rangstöður: 2–2 Dómari: Erlendur Eiríksson (8)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn