Umfjöllun: FH missti niður 2-0 forystu í jafntefli á móti Fylki Ari Erlingsson á Kaplakrikavelli skrifar 17. júlí 2011 18:30 Leikmenn FH fagna hér marki gegn Fram á dögunum. FH-ingar tóku á móti Fylkismönnum í elleftu umferð Pepsí deildar karla í gærkvöldi . Fyrir fram var búist við jöfnum og spennandi leik þar sem aðeins 1 stig skildi liðin að í töflunni. Spennan var svo sannarlega til staðar og þegar upp var staðið sættust liðin á skiptan hlut í 2-2 jafntefli. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur og má segja að sá fyrri hafi verið eign heimamanna en í þeim síðari tóku gestirnir völdin. FH-ingar náðu forystunni strax á elleftu mínútu og var þar að verki Hólmar Örn Rúnarsson með skalla eftir fyrirgöf Björn Sverrissonar frá vinstri kanti . Áfram héldu FH-ingar og juku þeir forskot sitt í 2-0 á 17. mínútu þegar Davíð Ásbjörnsson Fylkismaður skallaði hornspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar í netið. Staðan 2-0 og allt virtist stefna í þægilegan FH sigur. Fyrri hálfleikur leið áfram nokkuð tíðindalaus eftir seinna mark heimamanna. Það markverðasta var ef til vill sú staðreynd að þjálfarar liðanna þurftu að gera þrjár skiptingar og það allt vegna meiðsla. Eitthvað hefur Ólafur Þórðarsson þjálfari Fylkismanna sagt við sína menn í leikhlénu því þeir appelsínugulu umbreyttust úr andlausu og slöku liði yfir í hungrað og sóknarsinnað lið. FH-ingar hinsvegar virtust detta niður um gír og misstu tökin á leiknum. Loks á 69. mínútu minnkuðu Fylkismenn muninn og var þar að verki Albert Brynjar Ingason með skoti af stuttu færi eftir skallasendingu Kjartans Breiðdals. Við markið efldust Fylkismenn enn meira og það kom því engum á óvart þegar Kjartan Breiðdal jafnaði leikinn á 73. mínútu. Andrés Jóhannesson átti þá aukaspyrnu sem fór í varnarvegg FH-inga, Ingimundur Níels tók frákastið og skaut í varnarmann og loks var það Kjartan esm endaði skothríðina með skoti sem söng í netinu. Staðan 2-2 og umskiptin í leiknum ótrúleg. Það sem eftir lifði leiks áttu Fylkismenn hættulegri færi og hefðu með smá heppni getað stolið öllum þremur stigunum. Jafntefli var þó niðurstaðan í tvískiptum leik. FH-ingar geta verið sáttir að einhverju leyti. Þeir refsuðu sofandi Fylkismönnum í fyrri hálfleik en það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson þjálfara FH að þurfa horfa upp á sína menn missa unnin leik niður á þennan hátt. Fylkismenn geta að sama skapi verið ánægðir með að þá baráttu og eljusemi sem liðið sýndi í seinni hálfleik. Það er vonandi fyrir Fylkismenn að þeir bjóði oftar upp á frammistöðuna eins og hún var í seinni hálfleik frekar en þeim fyrri. FH-ingar eru eftir leikinn í 5. sæti með 16 stig og Fylkismenn 7. sæti með 15 stig. FH 2-2 FylkirSkot (á mark): 9–10 (4-3) Varin skot: Gunnleifur 1 – Bjarni - Fjalar 1 - 1 Hornspyrnur: 5–2 Aukaspyrnur fengnar: 8–17 Rangstöður: 2–2 Dómari: Erlendur Eiríksson (8) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
FH-ingar tóku á móti Fylkismönnum í elleftu umferð Pepsí deildar karla í gærkvöldi . Fyrir fram var búist við jöfnum og spennandi leik þar sem aðeins 1 stig skildi liðin að í töflunni. Spennan var svo sannarlega til staðar og þegar upp var staðið sættust liðin á skiptan hlut í 2-2 jafntefli. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur og má segja að sá fyrri hafi verið eign heimamanna en í þeim síðari tóku gestirnir völdin. FH-ingar náðu forystunni strax á elleftu mínútu og var þar að verki Hólmar Örn Rúnarsson með skalla eftir fyrirgöf Björn Sverrissonar frá vinstri kanti . Áfram héldu FH-ingar og juku þeir forskot sitt í 2-0 á 17. mínútu þegar Davíð Ásbjörnsson Fylkismaður skallaði hornspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar í netið. Staðan 2-0 og allt virtist stefna í þægilegan FH sigur. Fyrri hálfleikur leið áfram nokkuð tíðindalaus eftir seinna mark heimamanna. Það markverðasta var ef til vill sú staðreynd að þjálfarar liðanna þurftu að gera þrjár skiptingar og það allt vegna meiðsla. Eitthvað hefur Ólafur Þórðarsson þjálfari Fylkismanna sagt við sína menn í leikhlénu því þeir appelsínugulu umbreyttust úr andlausu og slöku liði yfir í hungrað og sóknarsinnað lið. FH-ingar hinsvegar virtust detta niður um gír og misstu tökin á leiknum. Loks á 69. mínútu minnkuðu Fylkismenn muninn og var þar að verki Albert Brynjar Ingason með skoti af stuttu færi eftir skallasendingu Kjartans Breiðdals. Við markið efldust Fylkismenn enn meira og það kom því engum á óvart þegar Kjartan Breiðdal jafnaði leikinn á 73. mínútu. Andrés Jóhannesson átti þá aukaspyrnu sem fór í varnarvegg FH-inga, Ingimundur Níels tók frákastið og skaut í varnarmann og loks var það Kjartan esm endaði skothríðina með skoti sem söng í netinu. Staðan 2-2 og umskiptin í leiknum ótrúleg. Það sem eftir lifði leiks áttu Fylkismenn hættulegri færi og hefðu með smá heppni getað stolið öllum þremur stigunum. Jafntefli var þó niðurstaðan í tvískiptum leik. FH-ingar geta verið sáttir að einhverju leyti. Þeir refsuðu sofandi Fylkismönnum í fyrri hálfleik en það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson þjálfara FH að þurfa horfa upp á sína menn missa unnin leik niður á þennan hátt. Fylkismenn geta að sama skapi verið ánægðir með að þá baráttu og eljusemi sem liðið sýndi í seinni hálfleik. Það er vonandi fyrir Fylkismenn að þeir bjóði oftar upp á frammistöðuna eins og hún var í seinni hálfleik frekar en þeim fyrri. FH-ingar eru eftir leikinn í 5. sæti með 16 stig og Fylkismenn 7. sæti með 15 stig. FH 2-2 FylkirSkot (á mark): 9–10 (4-3) Varin skot: Gunnleifur 1 – Bjarni - Fjalar 1 - 1 Hornspyrnur: 5–2 Aukaspyrnur fengnar: 8–17 Rangstöður: 2–2 Dómari: Erlendur Eiríksson (8)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira