Íslenski boltinn

Greta Mjöll tryggði Blikastúlkum þrjú stig í Laugardalnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Greta Mjöll Samúelsdóttir.
Greta Mjöll Samúelsdóttir. Mynd/Anton
Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann 1-0 sigur á Þrótti á Valbjarnarvellinum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þetta var annar sigur Breiðabliks í þremur leikjum síðan að Ólafur Brynjólfsson tók við liðinu.

Sigurmark Gretu Mjallar, sem var hennar fimmta í Pepsi-deildinni í sumar, kom eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik þegar hún átti þrumuskot í slánna og inn.

Breiðablik er áfram í 6. sæti deildarinnar þrátt fyrir sigurinn en nú munar aðeins þremur stigum á liðinu og Fylki sem er sæti ofar. Þróttur er í 8. sæti, einu stigi á eftir KR sem er í 7. sætinu.

Upplýsingar um markaskorara eru af vefsíðunni fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×