Íslenski boltinn

Tryggvi: Okkur líður vel á Hlíðarenda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tryggvi er hér á fleygiferð í kvöld.
Tryggvi er hér á fleygiferð í kvöld.
"Þetta mark sem við fengum á okkur í lok fyrri hálfleiks gaf þeim blóð á tennurnar. Ég þori ekki að fullyrða hvort þetta var víti en okkar maður lét plata sig í hreyfinguna. Hvort það varð síðan snerting veit ég ekki," sagði hetja ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, sem skoraði tvö mörk í 2-3 sigri ÍBV á Val í kvöld.

"Ég er mjög sáttur við byjunina og fyrri hálfleik. Við urðum síðan ögn kæruleysir og héldum kannski að 0-3 myndi duga. Valsmenn eru öflugir og þetta var spennandi í lokin."

Þetta er í annað sinn í sumar sem ÍBV vinnur Val á Vodafonevellinum og kemur kannski ekki á óvart að ÍBV ætli að spila í Evrópukeppninni á þessum velli því þeim virðist líða vel þar.

"Þetta er bara okkar heimavöllur og okkur líður greinilega vel hérna. Þess vegna veljum við þennan völl," sagði Tryggvi léttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×