Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar 25. júní 2011 14:02 Bulger var á flótta í 16 ár. Mynd / AFP Handtaka James „Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. Þá segist hann hafa mútað sex fulltrúum alríkislögreglunnar og haft tug annarra lögreglumanna á launaskrá. Bulger var handtekinn á dögunum en fréttastofa í Boston heldur fram á heimasíðu sinni að það hafi verið ábending frá konu búsettri á Íslandi sem leiddi til handtöku hans eftir að lýst var eftir kærustu Bulgers. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. Bulger, sem er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti 19 manns, var einn af tíu mest eftirlýstu mönnum Bandaríkjanna. Alríkislögreglan hét tveimur milljónum dollara í fundarlaun, sem eru um 200 milljónir íslenskra króna. Bulger er einn alræmdasti glæpaforingi Bandaríkjanna. Hann var í Winter Hill genginu í Boston. Sjálfur segist hann hafa haft 6 fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar á launaskrá auk tuttugu lögreglumanna. Einn fulltrúi alríkislögreglunnar var dæmdur eftir að hann sagði Bulger frá því árið 1995 að hann yrði ákærður á næstunni. Í kjölfarið flýði glæpaforinginn. Þegar Bulger var loksins handtekinn í vikunni fundust 800 þúsund dollarar í íbúðinni þar sem hann dvaldi ásamt kærustu sinni. Þá fundust fjölmargar byssur einnig. Þegar hann var leiddur fyrir rétt í gær spurði dómarinn Bulger hvort hann hefði efni á lögfræðingi. Bulger svaraði þá einfaldlega: „Já. Ef þið skilið peningnum mínum.“ Persóna Bulgers hefur oft heillað kvikmyndaframleiðendur í Hollywood. Þannig var persóna sem Jack Nicholson lék í kvikmyndinni The Departed, byggð á Bulger. Það var Martin Scorsese sem leikstýrði myndinni sem hlaut fjölmörg óskarsverðlaun. Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Fullyrða að upplýsingar um glæpaforingja hafi komið frá Íslandi Það var kona, búsett á Íslandi, sem veitti Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum, FBI, upplýsingar sem leiddu til þess að James “Whitey” Bulger var handtekinn á miðvikudag. Þetta fullyrðir fréttastofa í Boston í Bandaríkjunum. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. 25. júní 2011 00:44 "Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Reyna að ná í glæpón með því að lýsa eftir kærustunni Bandaríska alríkislögreglan hefur ákveðið að beita óhefðbundum aðferðum til þess að freista þess að hafa hendur í hári James "Whitey" Bulger, sem er efstur á lista stofnunarinnar yfir eftirlýsta glæpamenn. 21. júní 2011 09:44 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Handtaka James „Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. Þá segist hann hafa mútað sex fulltrúum alríkislögreglunnar og haft tug annarra lögreglumanna á launaskrá. Bulger var handtekinn á dögunum en fréttastofa í Boston heldur fram á heimasíðu sinni að það hafi verið ábending frá konu búsettri á Íslandi sem leiddi til handtöku hans eftir að lýst var eftir kærustu Bulgers. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. Bulger, sem er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti 19 manns, var einn af tíu mest eftirlýstu mönnum Bandaríkjanna. Alríkislögreglan hét tveimur milljónum dollara í fundarlaun, sem eru um 200 milljónir íslenskra króna. Bulger er einn alræmdasti glæpaforingi Bandaríkjanna. Hann var í Winter Hill genginu í Boston. Sjálfur segist hann hafa haft 6 fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar á launaskrá auk tuttugu lögreglumanna. Einn fulltrúi alríkislögreglunnar var dæmdur eftir að hann sagði Bulger frá því árið 1995 að hann yrði ákærður á næstunni. Í kjölfarið flýði glæpaforinginn. Þegar Bulger var loksins handtekinn í vikunni fundust 800 þúsund dollarar í íbúðinni þar sem hann dvaldi ásamt kærustu sinni. Þá fundust fjölmargar byssur einnig. Þegar hann var leiddur fyrir rétt í gær spurði dómarinn Bulger hvort hann hefði efni á lögfræðingi. Bulger svaraði þá einfaldlega: „Já. Ef þið skilið peningnum mínum.“ Persóna Bulgers hefur oft heillað kvikmyndaframleiðendur í Hollywood. Þannig var persóna sem Jack Nicholson lék í kvikmyndinni The Departed, byggð á Bulger. Það var Martin Scorsese sem leikstýrði myndinni sem hlaut fjölmörg óskarsverðlaun.
Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Fullyrða að upplýsingar um glæpaforingja hafi komið frá Íslandi Það var kona, búsett á Íslandi, sem veitti Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum, FBI, upplýsingar sem leiddu til þess að James “Whitey” Bulger var handtekinn á miðvikudag. Þetta fullyrðir fréttastofa í Boston í Bandaríkjunum. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. 25. júní 2011 00:44 "Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Reyna að ná í glæpón með því að lýsa eftir kærustunni Bandaríska alríkislögreglan hefur ákveðið að beita óhefðbundum aðferðum til þess að freista þess að hafa hendur í hári James "Whitey" Bulger, sem er efstur á lista stofnunarinnar yfir eftirlýsta glæpamenn. 21. júní 2011 09:44 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Fullyrða að upplýsingar um glæpaforingja hafi komið frá Íslandi Það var kona, búsett á Íslandi, sem veitti Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum, FBI, upplýsingar sem leiddu til þess að James “Whitey” Bulger var handtekinn á miðvikudag. Þetta fullyrðir fréttastofa í Boston í Bandaríkjunum. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. 25. júní 2011 00:44
"Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25
Reyna að ná í glæpón með því að lýsa eftir kærustunni Bandaríska alríkislögreglan hefur ákveðið að beita óhefðbundum aðferðum til þess að freista þess að hafa hendur í hári James "Whitey" Bulger, sem er efstur á lista stofnunarinnar yfir eftirlýsta glæpamenn. 21. júní 2011 09:44