Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar 25. júní 2011 14:02 Bulger var á flótta í 16 ár. Mynd / AFP Handtaka James „Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. Þá segist hann hafa mútað sex fulltrúum alríkislögreglunnar og haft tug annarra lögreglumanna á launaskrá. Bulger var handtekinn á dögunum en fréttastofa í Boston heldur fram á heimasíðu sinni að það hafi verið ábending frá konu búsettri á Íslandi sem leiddi til handtöku hans eftir að lýst var eftir kærustu Bulgers. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. Bulger, sem er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti 19 manns, var einn af tíu mest eftirlýstu mönnum Bandaríkjanna. Alríkislögreglan hét tveimur milljónum dollara í fundarlaun, sem eru um 200 milljónir íslenskra króna. Bulger er einn alræmdasti glæpaforingi Bandaríkjanna. Hann var í Winter Hill genginu í Boston. Sjálfur segist hann hafa haft 6 fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar á launaskrá auk tuttugu lögreglumanna. Einn fulltrúi alríkislögreglunnar var dæmdur eftir að hann sagði Bulger frá því árið 1995 að hann yrði ákærður á næstunni. Í kjölfarið flýði glæpaforinginn. Þegar Bulger var loksins handtekinn í vikunni fundust 800 þúsund dollarar í íbúðinni þar sem hann dvaldi ásamt kærustu sinni. Þá fundust fjölmargar byssur einnig. Þegar hann var leiddur fyrir rétt í gær spurði dómarinn Bulger hvort hann hefði efni á lögfræðingi. Bulger svaraði þá einfaldlega: „Já. Ef þið skilið peningnum mínum.“ Persóna Bulgers hefur oft heillað kvikmyndaframleiðendur í Hollywood. Þannig var persóna sem Jack Nicholson lék í kvikmyndinni The Departed, byggð á Bulger. Það var Martin Scorsese sem leikstýrði myndinni sem hlaut fjölmörg óskarsverðlaun. Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Fullyrða að upplýsingar um glæpaforingja hafi komið frá Íslandi Það var kona, búsett á Íslandi, sem veitti Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum, FBI, upplýsingar sem leiddu til þess að James “Whitey” Bulger var handtekinn á miðvikudag. Þetta fullyrðir fréttastofa í Boston í Bandaríkjunum. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. 25. júní 2011 00:44 "Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Reyna að ná í glæpón með því að lýsa eftir kærustunni Bandaríska alríkislögreglan hefur ákveðið að beita óhefðbundum aðferðum til þess að freista þess að hafa hendur í hári James "Whitey" Bulger, sem er efstur á lista stofnunarinnar yfir eftirlýsta glæpamenn. 21. júní 2011 09:44 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Handtaka James „Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. Þá segist hann hafa mútað sex fulltrúum alríkislögreglunnar og haft tug annarra lögreglumanna á launaskrá. Bulger var handtekinn á dögunum en fréttastofa í Boston heldur fram á heimasíðu sinni að það hafi verið ábending frá konu búsettri á Íslandi sem leiddi til handtöku hans eftir að lýst var eftir kærustu Bulgers. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. Bulger, sem er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti 19 manns, var einn af tíu mest eftirlýstu mönnum Bandaríkjanna. Alríkislögreglan hét tveimur milljónum dollara í fundarlaun, sem eru um 200 milljónir íslenskra króna. Bulger er einn alræmdasti glæpaforingi Bandaríkjanna. Hann var í Winter Hill genginu í Boston. Sjálfur segist hann hafa haft 6 fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar á launaskrá auk tuttugu lögreglumanna. Einn fulltrúi alríkislögreglunnar var dæmdur eftir að hann sagði Bulger frá því árið 1995 að hann yrði ákærður á næstunni. Í kjölfarið flýði glæpaforinginn. Þegar Bulger var loksins handtekinn í vikunni fundust 800 þúsund dollarar í íbúðinni þar sem hann dvaldi ásamt kærustu sinni. Þá fundust fjölmargar byssur einnig. Þegar hann var leiddur fyrir rétt í gær spurði dómarinn Bulger hvort hann hefði efni á lögfræðingi. Bulger svaraði þá einfaldlega: „Já. Ef þið skilið peningnum mínum.“ Persóna Bulgers hefur oft heillað kvikmyndaframleiðendur í Hollywood. Þannig var persóna sem Jack Nicholson lék í kvikmyndinni The Departed, byggð á Bulger. Það var Martin Scorsese sem leikstýrði myndinni sem hlaut fjölmörg óskarsverðlaun.
Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Fullyrða að upplýsingar um glæpaforingja hafi komið frá Íslandi Það var kona, búsett á Íslandi, sem veitti Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum, FBI, upplýsingar sem leiddu til þess að James “Whitey” Bulger var handtekinn á miðvikudag. Þetta fullyrðir fréttastofa í Boston í Bandaríkjunum. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. 25. júní 2011 00:44 "Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Reyna að ná í glæpón með því að lýsa eftir kærustunni Bandaríska alríkislögreglan hefur ákveðið að beita óhefðbundum aðferðum til þess að freista þess að hafa hendur í hári James "Whitey" Bulger, sem er efstur á lista stofnunarinnar yfir eftirlýsta glæpamenn. 21. júní 2011 09:44 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Fullyrða að upplýsingar um glæpaforingja hafi komið frá Íslandi Það var kona, búsett á Íslandi, sem veitti Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum, FBI, upplýsingar sem leiddu til þess að James “Whitey” Bulger var handtekinn á miðvikudag. Þetta fullyrðir fréttastofa í Boston í Bandaríkjunum. Fréttastofan segist hafa þetta eftir heimildum úr lögreglunni. 25. júní 2011 00:44
"Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25
Reyna að ná í glæpón með því að lýsa eftir kærustunni Bandaríska alríkislögreglan hefur ákveðið að beita óhefðbundum aðferðum til þess að freista þess að hafa hendur í hári James "Whitey" Bulger, sem er efstur á lista stofnunarinnar yfir eftirlýsta glæpamenn. 21. júní 2011 09:44