Umfjöllun: Dramatískt jafntefli á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 13. júní 2011 17:30 Mynd/Stefán Guðmundur Sævarsson bjargaði andliti FH sem jafnaði á lokasekúndunum gegn Þór í dag. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Þór var manni færri allan seinni hálfleikinn og lenti undir. Leikurinn var stórskemmtilegur og dramatíkin undir lokin var mikil. Fyrri hálfleikur var jafn framan af en FH-ingar náðu svo öllum völdum á vellinum. Þórsarar lentu í vandræðum með miðjuspilið sitt, þar lokuðu FH-ingar vel á heimamenn sem áttu í erfiðleikum með að spila sinn bolta fram á við. Heimamenn fengu þó sín færi en annars var FH mun betra. Atli Guðnason fékk dauðafæri snemma leiks en skaut yfir og lenti í samstuði við Srjdan markmann í leiðinni. Hann þurfti að fara af velli og Ólafur Páll kom inn á kantinn í hans stað. FH ætlaði greinilega að sækja meira upp vinstri kantinn og Viktor gerði mjög vel í að koma fram og styðja Ólaf og Matthías í sóknum upp kantinn. Hættulegustu færi Þórs voru aukaspyrnu Atla Sigurjónssonar, aðra varði Gunnleifur og hin fór yfir, auk þess sem Þorsteinn Ingason skallaði hornspyrnu frá Atla rétt yfir. FH átti miðjuna, Hólmar og Matthías voru öflugir, en þeim gekk illa að skapa sér færi. Þeir áttu nokkrar tilraunir, flestar hættulausar, en þó skaut Atli Viðar yfir úr fínu færi og Hólmar sömuleiðis en hann var utan teigs. Í lok hálfleiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson svo rautt spjald. Hann sparkaði einn FH-inginn niður og fékk sitt annað gula spjal. Hárréttur dómur. Staðan í hálfleik var jöfn 0-0. FH fékk fínt færi þegar Hannes skallaði framhjá en Þórsarar voru einnig nálægt því að skora. Manni færri ætluðu þeir að selja sig dýrt, það sást strax. Atli fékk ágætt færi og Jóhann Helgi, sem kom inn á í hálfleik, skallaði svo framhjá. En FH braut ísinn fljótlega. Liðið spilaði stutt úr horni og Viktor sendi fyrir, þar var Hannes aleinn í markteignum og átti ekki í erfiðleiknum með að skora. Ömurleg vörn hjá Þór - vel gert hjá Viktori og Hannesi. En barátta Þórs var til fyrirmyndar. Liðið jafnaði með fínu marki Þorsteins Ingasonar sem potaði boltanum undir Gunnleif. Linta sendi boltann yfir vörnina og hann barst óvænt til Þorsteins þegar FH náði ekki að hreinsa. FH reyndi að svara strax en það var Þór sem komst yfir. Eftir frábæra skyndisókn renndi Sveinn Elías boltanum á Jóhann Helga, sem kom inn á í hálfleik, hann tók sér góða tíma áður en hann renndi boltanum undir Gunnleif í markinu. Frábærlega gert hjá Þór, manni færri. Björn Daníel átti svo skot í stöng og Ólafur Páll skaut yfir einn gegn marki. FH átti fjöldann allan af skotum en gekk illa að reyna á Srjdan. Barátta Þórs var aðdáunarverð og þeir hentu sér í alla bolta. Þeir voru líka hættulegir fram á við. Guðmundur Sævarsson jafnaði á síðustu mínútunni með skalla af markteig eftir sendingu Ólafs Páls og bjargaði andliti FH. Vel gert hjá Guðmundi og niðurstaðan jafntefli 2-2. Hólmar skaut framhjá úr dauðafæri í uppbótartíma. Atli Sigurjónsson var besti maður Þórs. Hann átti góðar sendingar og barðist vel á miðjunni. Aðrir eru ekki langt á eftir honum en Atli sýndi lipra takta. Baldvin Ólafsson á líka skilið hrós fyrir flotta innkomu. Hólmar og Matthías voru góðir hjá FH líkt og Hannes. Það dró af FH í seinni hálfleik og sendingar þeirra þegar þeir voru komnir í góðar stöður voru lélegar.Þór 2-2 FH 0-1 Hannes Þ. Sigurðsson (53.) 1-1 Þorsteinn Ingason (61.) 2-1 Jóhann Helgi Hannesson (66.) 2-2 Guðmundur Sævarsson (90.)Skot (á mark): 8 – 18 (4-4)Varin skot: Srjdan 2 – 2 GunnleifurHorn: 3-9Aukaspyrnur fengnar: 14-17Rangstöður: 3-2Áhorfendur: 910Dómari: Örvar Sær Gíslason 5 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Guðmundur Sævarsson bjargaði andliti FH sem jafnaði á lokasekúndunum gegn Þór í dag. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Þór var manni færri allan seinni hálfleikinn og lenti undir. Leikurinn var stórskemmtilegur og dramatíkin undir lokin var mikil. Fyrri hálfleikur var jafn framan af en FH-ingar náðu svo öllum völdum á vellinum. Þórsarar lentu í vandræðum með miðjuspilið sitt, þar lokuðu FH-ingar vel á heimamenn sem áttu í erfiðleikum með að spila sinn bolta fram á við. Heimamenn fengu þó sín færi en annars var FH mun betra. Atli Guðnason fékk dauðafæri snemma leiks en skaut yfir og lenti í samstuði við Srjdan markmann í leiðinni. Hann þurfti að fara af velli og Ólafur Páll kom inn á kantinn í hans stað. FH ætlaði greinilega að sækja meira upp vinstri kantinn og Viktor gerði mjög vel í að koma fram og styðja Ólaf og Matthías í sóknum upp kantinn. Hættulegustu færi Þórs voru aukaspyrnu Atla Sigurjónssonar, aðra varði Gunnleifur og hin fór yfir, auk þess sem Þorsteinn Ingason skallaði hornspyrnu frá Atla rétt yfir. FH átti miðjuna, Hólmar og Matthías voru öflugir, en þeim gekk illa að skapa sér færi. Þeir áttu nokkrar tilraunir, flestar hættulausar, en þó skaut Atli Viðar yfir úr fínu færi og Hólmar sömuleiðis en hann var utan teigs. Í lok hálfleiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson svo rautt spjald. Hann sparkaði einn FH-inginn niður og fékk sitt annað gula spjal. Hárréttur dómur. Staðan í hálfleik var jöfn 0-0. FH fékk fínt færi þegar Hannes skallaði framhjá en Þórsarar voru einnig nálægt því að skora. Manni færri ætluðu þeir að selja sig dýrt, það sást strax. Atli fékk ágætt færi og Jóhann Helgi, sem kom inn á í hálfleik, skallaði svo framhjá. En FH braut ísinn fljótlega. Liðið spilaði stutt úr horni og Viktor sendi fyrir, þar var Hannes aleinn í markteignum og átti ekki í erfiðleiknum með að skora. Ömurleg vörn hjá Þór - vel gert hjá Viktori og Hannesi. En barátta Þórs var til fyrirmyndar. Liðið jafnaði með fínu marki Þorsteins Ingasonar sem potaði boltanum undir Gunnleif. Linta sendi boltann yfir vörnina og hann barst óvænt til Þorsteins þegar FH náði ekki að hreinsa. FH reyndi að svara strax en það var Þór sem komst yfir. Eftir frábæra skyndisókn renndi Sveinn Elías boltanum á Jóhann Helga, sem kom inn á í hálfleik, hann tók sér góða tíma áður en hann renndi boltanum undir Gunnleif í markinu. Frábærlega gert hjá Þór, manni færri. Björn Daníel átti svo skot í stöng og Ólafur Páll skaut yfir einn gegn marki. FH átti fjöldann allan af skotum en gekk illa að reyna á Srjdan. Barátta Þórs var aðdáunarverð og þeir hentu sér í alla bolta. Þeir voru líka hættulegir fram á við. Guðmundur Sævarsson jafnaði á síðustu mínútunni með skalla af markteig eftir sendingu Ólafs Páls og bjargaði andliti FH. Vel gert hjá Guðmundi og niðurstaðan jafntefli 2-2. Hólmar skaut framhjá úr dauðafæri í uppbótartíma. Atli Sigurjónsson var besti maður Þórs. Hann átti góðar sendingar og barðist vel á miðjunni. Aðrir eru ekki langt á eftir honum en Atli sýndi lipra takta. Baldvin Ólafsson á líka skilið hrós fyrir flotta innkomu. Hólmar og Matthías voru góðir hjá FH líkt og Hannes. Það dró af FH í seinni hálfleik og sendingar þeirra þegar þeir voru komnir í góðar stöður voru lélegar.Þór 2-2 FH 0-1 Hannes Þ. Sigurðsson (53.) 1-1 Þorsteinn Ingason (61.) 2-1 Jóhann Helgi Hannesson (66.) 2-2 Guðmundur Sævarsson (90.)Skot (á mark): 8 – 18 (4-4)Varin skot: Srjdan 2 – 2 GunnleifurHorn: 3-9Aukaspyrnur fengnar: 14-17Rangstöður: 3-2Áhorfendur: 910Dómari: Örvar Sær Gíslason 5 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn