Enski boltinn

West Ham búið að staðfesta ráðningu Allardyce

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce, stjóri West Ham.
Sam Allardyce, stjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Enska B-deildarfélagið West Ham hefur staðfest að Sam Allardyce verður næsti knattspyrnustjóri liðsins. Hann fær það verkefni að koma liðinu aftur upp í úrvalsdeildina.

Avram Grant stýrði í West Ham í vetur en var rekinn aðeins nokkrum mínútum eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Allardyce á langan feril að baki og hefur til að mynda stýrt Blackburn, Bolton og Newcastle. Hann fær um 1,25 milljónir punda í árslaun og eina milljón að auki í bónus ef félagið kemst aftur upp í úrvalsdeildina.

„Það er mér mikill heiður að taka við þessu starfi. West Ham er frábært félag sem á það skilið að vera í ensku úrvalsdeildinni. Ég get ekki beðið eftir að undirbúningstímabilið hefst og ég hlakka til að koma félaginu aftur á þann stall sem það á skilið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×