Víkingar ósáttir við bann Abdulahi: Þetta er algjört bull Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júní 2011 16:45 Abdulahi er hér í leik gegn KR. Víkingar eru vægast sagt svekktir út í aganefnd KSÍ sem dæmdi leikmann þeirra, Denis Abdulahi, í tveggja leikja bann fyrir brot sem átti sér stað í bikarleik gegn KV. Í uppbótartíma lenti Abdulahi saman við einn leikmann KV, þeir settu höfuðin saman og Abdulahi var sendur af velli. Víkingar líkja þessu spjaldi við rauða spjaldið sem Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, fékk gegn Val. Þá setti Tryggvi höfuðið í Hauk Pál Sigurðsson og var rekinn af velli. Fyrir það fékk Tryggvi eins leiks bann en Abdulahi fékk tveggja leikja bann. "Þetta er mesta bull sem ég hef upplifað," sagði hundfúll framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings, Haraldur Haraldsson. "Þetta brot er svo lítið að það hálfa væri nóg. En fyrst hann fékk rautt áttum við aldrei von á meira en eins leiks banni. Ég skil þetta bara ekki. Er þetta af því að annar er útlendingur en hinn ekki?" spyr Haraldur. "Hvar er línan eiginlega orðin í fótboltanum í dag? Það er ómögulegt að átta sig á því. Brotið hjá okkar manni er minna en hjá Tryggva. Það gerðist ekkert í kjölfarið sem gæti útskýrt af hverju hann fær tveggja leikja bann." Víkingar geta ekkert frekar gert í málinu enda ekki hægt að áfrýja tveggja leikja banni. Þeir verða því að sætta sig við dóminn. "Þrátt fyrir það viljum við ekki sætta okkur við þetta þegjandi og hljóðalaust. Þetta er sami dómarinn [Leiknir Ágústsson] og átti gloríuna hjá BÍ/Bolungarvík og ÍR. Það varð þess valdandi að formaður dómaranefndar hringdi í Guðjón Þórðarson og bað hann afsökunar. "Það er spurning hvort hann þufi að biðjast afsökunar aftur. Svo er spurning hvort Leiknir þurfi ekki að gera eitthvað annað en að dæma á sumrin. Hann er garðyrkjufræðingur skilst mér. Spurning hvort hann einbeiti sér ekki að því á sumrin," sagði Haraldur svekktur. Víkingar hafa sent inn kvörtun til KSÍ formsins vegna en það mun ekki skila þeim neinu. Abdulahi verður í banni í næstu leikjum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Víkingar eru vægast sagt svekktir út í aganefnd KSÍ sem dæmdi leikmann þeirra, Denis Abdulahi, í tveggja leikja bann fyrir brot sem átti sér stað í bikarleik gegn KV. Í uppbótartíma lenti Abdulahi saman við einn leikmann KV, þeir settu höfuðin saman og Abdulahi var sendur af velli. Víkingar líkja þessu spjaldi við rauða spjaldið sem Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, fékk gegn Val. Þá setti Tryggvi höfuðið í Hauk Pál Sigurðsson og var rekinn af velli. Fyrir það fékk Tryggvi eins leiks bann en Abdulahi fékk tveggja leikja bann. "Þetta er mesta bull sem ég hef upplifað," sagði hundfúll framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings, Haraldur Haraldsson. "Þetta brot er svo lítið að það hálfa væri nóg. En fyrst hann fékk rautt áttum við aldrei von á meira en eins leiks banni. Ég skil þetta bara ekki. Er þetta af því að annar er útlendingur en hinn ekki?" spyr Haraldur. "Hvar er línan eiginlega orðin í fótboltanum í dag? Það er ómögulegt að átta sig á því. Brotið hjá okkar manni er minna en hjá Tryggva. Það gerðist ekkert í kjölfarið sem gæti útskýrt af hverju hann fær tveggja leikja bann." Víkingar geta ekkert frekar gert í málinu enda ekki hægt að áfrýja tveggja leikja banni. Þeir verða því að sætta sig við dóminn. "Þrátt fyrir það viljum við ekki sætta okkur við þetta þegjandi og hljóðalaust. Þetta er sami dómarinn [Leiknir Ágústsson] og átti gloríuna hjá BÍ/Bolungarvík og ÍR. Það varð þess valdandi að formaður dómaranefndar hringdi í Guðjón Þórðarson og bað hann afsökunar. "Það er spurning hvort hann þufi að biðjast afsökunar aftur. Svo er spurning hvort Leiknir þurfi ekki að gera eitthvað annað en að dæma á sumrin. Hann er garðyrkjufræðingur skilst mér. Spurning hvort hann einbeiti sér ekki að því á sumrin," sagði Haraldur svekktur. Víkingar hafa sent inn kvörtun til KSÍ formsins vegna en það mun ekki skila þeim neinu. Abdulahi verður í banni í næstu leikjum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira