Enski boltinn

Houllier hættur með Villa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerard Houllier.
Gerard Houllier.
Aston Villa staðfesti í kvöld að Frakkinn Gerard Houllier væri hættur sem stjóri liðsins. Houllier hættir af heilsufarsástæðum.

Þessi 63 ára gamli stjóri náði ekki að klára tímabilið með Villa þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús vegna hjartaveikinda. Er það ekki í fyrsta sinn sem það gerist.

Læknar ráðlögðu honum að hætta knattspyrnustjórnun ef ekki ætti illa að fara.

Hann ætlar að taka sér góðan tíma í hvíld en útilokar samt ekki að snúa aftur síðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×